Glæsilegasti menntamálaráðherra í heiminum? 29. september 2006 15:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir heillaði Jón Ársæl við gerð þáttarins, en hann fór með henni um víðan völl. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra verður næsti gestur Jón Ársæls í Sjálfstæðu fólki sem nú hefur hafið göngu sína sjötta árið í röð. Þátturinn hefur eins og kunnugt er hlotið Edduverðlaunin þrjú síðastliðin ár sem besti sjónvarpsþátturinn í íslensku sjónvarpi auk þess að hafa verið tilnefndur til verðlaunanna í alls fimm skipti. "Hún er skarpgreind og stórskemmtileg auk þess að vera lang glæsilegasti menntamálaráðherrann í heiminum í dag. Ef allir stjórnmálamenn okkar væru eins og Þorgerður Katrín væri ég fyrir löngu búinn að gefa kost á mér í framboð," segir Jón Ársæll. "Það er búið að vera einkar skemmtilegt að fylgjast með Þorgerði Katrínu", heldur Jón Ársæll áfram. "Hún kemur með ferskan andblæ sunnan úr Hafnarfirði inn í þá undarlegtu tík, pólitíkina. Hún er valkyrja, menntuð í stjórnmálafræði auk þess að vera lögmaður, fæddur leiðtogi og hefur einkar skemmtilega nærveru. Hún fær einkunnina fimmtán af tíu mögulegu." Við fylgjumst með ráðherra og spyrjum þá sem þekkja til Þorgerðar Katrínar um kosti hennar og lesti. Ræðum meðal annars við eiginmann hennar Kristján Arason handboltakappa og einn af stjórnendum KB banka. Faðir ráðherrans kemur einnig við sögu en það er, eins og kunnugt er, enginn annar en Gunnar Eyjólfsson leikari og skátahöfðingi. Við fylgjumst með ráðherranum að störfum bæði hér heima og alla leið austur í Kína þar sem hún heimsótti nýlega ráðamenn. Við erum líka boðin í kjötsúpu suður í Hafnarfjörð sem faðir ráðherrans eldar með tilþrifum á ógleymanlegan hátt. Ráðherra í blíðu og stríðu næsta sunnudagskvöld, strax eftir mjaltir. Sjálfstætt fólk hefur einn allra þátta verið alls þrisvar sinnum útnefndur Sjónvarpsþáttur ársins á Edduverðlaunahátíð, árið 2003, 2004 og nú síðast árið 2005. Jón Ársæll Þórðarson heldur uppteknum hætti og leitar uppi forvitnilegt fólk á öllum aldri, ræðir við það af sinni einskæru hlýju og nærgætni og tekst öðrum fremur að draga upp nýja og áður óþekkta mynd af landskunnum Íslendingum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Sjálfstæðu fólki á Stöð 2, sunnudaginn 1. október kl. 20. Þátturinn er endursýndur á laugardögum kl. 17:10. Lífið Menning Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra verður næsti gestur Jón Ársæls í Sjálfstæðu fólki sem nú hefur hafið göngu sína sjötta árið í röð. Þátturinn hefur eins og kunnugt er hlotið Edduverðlaunin þrjú síðastliðin ár sem besti sjónvarpsþátturinn í íslensku sjónvarpi auk þess að hafa verið tilnefndur til verðlaunanna í alls fimm skipti. "Hún er skarpgreind og stórskemmtileg auk þess að vera lang glæsilegasti menntamálaráðherrann í heiminum í dag. Ef allir stjórnmálamenn okkar væru eins og Þorgerður Katrín væri ég fyrir löngu búinn að gefa kost á mér í framboð," segir Jón Ársæll. "Það er búið að vera einkar skemmtilegt að fylgjast með Þorgerði Katrínu", heldur Jón Ársæll áfram. "Hún kemur með ferskan andblæ sunnan úr Hafnarfirði inn í þá undarlegtu tík, pólitíkina. Hún er valkyrja, menntuð í stjórnmálafræði auk þess að vera lögmaður, fæddur leiðtogi og hefur einkar skemmtilega nærveru. Hún fær einkunnina fimmtán af tíu mögulegu." Við fylgjumst með ráðherra og spyrjum þá sem þekkja til Þorgerðar Katrínar um kosti hennar og lesti. Ræðum meðal annars við eiginmann hennar Kristján Arason handboltakappa og einn af stjórnendum KB banka. Faðir ráðherrans kemur einnig við sögu en það er, eins og kunnugt er, enginn annar en Gunnar Eyjólfsson leikari og skátahöfðingi. Við fylgjumst með ráðherranum að störfum bæði hér heima og alla leið austur í Kína þar sem hún heimsótti nýlega ráðamenn. Við erum líka boðin í kjötsúpu suður í Hafnarfjörð sem faðir ráðherrans eldar með tilþrifum á ógleymanlegan hátt. Ráðherra í blíðu og stríðu næsta sunnudagskvöld, strax eftir mjaltir. Sjálfstætt fólk hefur einn allra þátta verið alls þrisvar sinnum útnefndur Sjónvarpsþáttur ársins á Edduverðlaunahátíð, árið 2003, 2004 og nú síðast árið 2005. Jón Ársæll Þórðarson heldur uppteknum hætti og leitar uppi forvitnilegt fólk á öllum aldri, ræðir við það af sinni einskæru hlýju og nærgætni og tekst öðrum fremur að draga upp nýja og áður óþekkta mynd af landskunnum Íslendingum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Sjálfstæðu fólki á Stöð 2, sunnudaginn 1. október kl. 20. Þátturinn er endursýndur á laugardögum kl. 17:10.
Lífið Menning Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira