VICE KVÖLD Á AIRWAVES 2006 29. september 2006 11:00 Tímaritið Vice verður með sérstakt kvöld á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves 2006. Kvöldið fer fram á Gauknum, föstudagskvöldið 20. október og þar munu koma fram hljómsveitirnar Wolf Parade (CAN), Jeff Who?, Mammút, Jan Mayen, Hölt hóra, Vax, Lisa Lindley-Jones (UK) og 120 Days (NO). Síðastnefnda bandið er nýkomið inn á dagskrá hátíðarinnar og kemur í stað hljómsveitarinnar Cold War Kids, sem vegna framlengingu á tónleikaferð sinni með hljómsveitinni Futureheads kemst ekki á Airwaves í ár eins og fyrirhugað var. Þótt vissulega sé missir af Cold War Kids eru aðstandendur Airwaves ánægðir með að hafa náð að fylla pláss þeirra hátíðinni með jafn spennandi sveit og 120 Days. Hljómsveitin skrifaði nýlega undir samning hjá VICE Records og varð þar með fyrsta norska bandið til að gera beinan plötusamning við bandaríska plötuútgáfu. Þeir hafa undanfarið fengið lofsamlega dóma hjá vefritum á borð Pitchfork og Stereogum og munu gefa út sína fyrstu breiðskífu þann 10. október, rétt fyrir tónleika sína á Airwaves. Rafræn rokktónlist 120 Days hefur verið líkt við verk ólíkra listamanna á borð við Kraftwerk, Suicide, Stereolab, The Stooges og Primal Scream. Hljómsveitin var stofnuð árið 2001 í Kristiansund á norðvesturströnd Noregs undir nafninu The Beatiful People. Eftir að hafa flutt sig um set til Osló fóru hlutirnar að gerast og í kjölfarið á EP plötunni Sedated Times, sem kom út hjá norsku indí útgáfunni Public Demand Records árið 2004, tóku við tónleikar á tónlistarhátíðum á borð við By:Larm, Oya, Reading, Leeds og Sonar. Eftir nafnabreytingu skrifaði 120 Days undir samning hjá útgáfunni Smalltown Supersound - sem staðsett er í Osló og er meðal annars er með Jaga Jazzist, Kim Hiorthoy og Lindstrom á sínum snærum - og núna síðast hjá VICE Records í Bandaríkjunum, en VICE gefur m.a. út Bloc Party, Chromeo og The Streets. Tímaritið VICE kom fyrst út í Montreal fyrir rúmlega áratug - en hefur síðan stækkað og eflst og er nú meðal stærstu tónlistar/tísku/lífstíls tímaritum heims. Sérstakar útgáfur af tímaritinu eru gefnar út í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Ítalíu, Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Japan og Skandinavíu. Það er skandinavíska útgáfan sem tengist VICE kvöldinu á Airwaves og sendir blaðamenn á hátíðina. VICE Scandinavia er gefið út í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og hefur rúmlega 200.000 lesendur. VICE rekur einnig VICE Records sem m.a. gefur út Bloc Party, Chromeo, The Stills, The Streets og 120 Days. Miðasala á Airwaves Miðasala á Icleand Airwaves 2006 fer fram í verslunum Skífunnar Laugavegi, Kringlunni og Smáralind í Reykjavík og verslunum BT á Akureyri, Egilstöðum og Selfossi. Miðinn er í raun armband sem veitir aðgang að öllum tónleikum hátíðarinnar. Miðaverð er 6.900 krónur, auk miðagjalds söluaðila sem er 460 krónur. Lífið Menning Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Tímaritið Vice verður með sérstakt kvöld á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves 2006. Kvöldið fer fram á Gauknum, föstudagskvöldið 20. október og þar munu koma fram hljómsveitirnar Wolf Parade (CAN), Jeff Who?, Mammút, Jan Mayen, Hölt hóra, Vax, Lisa Lindley-Jones (UK) og 120 Days (NO). Síðastnefnda bandið er nýkomið inn á dagskrá hátíðarinnar og kemur í stað hljómsveitarinnar Cold War Kids, sem vegna framlengingu á tónleikaferð sinni með hljómsveitinni Futureheads kemst ekki á Airwaves í ár eins og fyrirhugað var. Þótt vissulega sé missir af Cold War Kids eru aðstandendur Airwaves ánægðir með að hafa náð að fylla pláss þeirra hátíðinni með jafn spennandi sveit og 120 Days. Hljómsveitin skrifaði nýlega undir samning hjá VICE Records og varð þar með fyrsta norska bandið til að gera beinan plötusamning við bandaríska plötuútgáfu. Þeir hafa undanfarið fengið lofsamlega dóma hjá vefritum á borð Pitchfork og Stereogum og munu gefa út sína fyrstu breiðskífu þann 10. október, rétt fyrir tónleika sína á Airwaves. Rafræn rokktónlist 120 Days hefur verið líkt við verk ólíkra listamanna á borð við Kraftwerk, Suicide, Stereolab, The Stooges og Primal Scream. Hljómsveitin var stofnuð árið 2001 í Kristiansund á norðvesturströnd Noregs undir nafninu The Beatiful People. Eftir að hafa flutt sig um set til Osló fóru hlutirnar að gerast og í kjölfarið á EP plötunni Sedated Times, sem kom út hjá norsku indí útgáfunni Public Demand Records árið 2004, tóku við tónleikar á tónlistarhátíðum á borð við By:Larm, Oya, Reading, Leeds og Sonar. Eftir nafnabreytingu skrifaði 120 Days undir samning hjá útgáfunni Smalltown Supersound - sem staðsett er í Osló og er meðal annars er með Jaga Jazzist, Kim Hiorthoy og Lindstrom á sínum snærum - og núna síðast hjá VICE Records í Bandaríkjunum, en VICE gefur m.a. út Bloc Party, Chromeo og The Streets. Tímaritið VICE kom fyrst út í Montreal fyrir rúmlega áratug - en hefur síðan stækkað og eflst og er nú meðal stærstu tónlistar/tísku/lífstíls tímaritum heims. Sérstakar útgáfur af tímaritinu eru gefnar út í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Ítalíu, Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Japan og Skandinavíu. Það er skandinavíska útgáfan sem tengist VICE kvöldinu á Airwaves og sendir blaðamenn á hátíðina. VICE Scandinavia er gefið út í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og hefur rúmlega 200.000 lesendur. VICE rekur einnig VICE Records sem m.a. gefur út Bloc Party, Chromeo, The Stills, The Streets og 120 Days. Miðasala á Airwaves Miðasala á Icleand Airwaves 2006 fer fram í verslunum Skífunnar Laugavegi, Kringlunni og Smáralind í Reykjavík og verslunum BT á Akureyri, Egilstöðum og Selfossi. Miðinn er í raun armband sem veitir aðgang að öllum tónleikum hátíðarinnar. Miðaverð er 6.900 krónur, auk miðagjalds söluaðila sem er 460 krónur.
Lífið Menning Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira