Lífið

Fabúla með Dusk

Dusk er þriðja plata Fabúlu en hún er þekkt fyrir einstaklega ljúfar og fallegar lagasmíðar sem færa áheyrandann inn í heillandi tónaveröld.
Dusk er þriðja plata Fabúlu en hún er þekkt fyrir einstaklega ljúfar og fallegar lagasmíðar sem færa áheyrandann inn í heillandi tónaveröld.

Tónlistarkonan Margrét Kristín Sigurðardóttir, sem ber listamannsnafnið Fabúla, sendir frá sér geislaplötuna Dusk sem kemur í verslanir þann 29. september næstkomandi. Dusk er þriðja plata Fabúlu en hún er þekkt fyrir einstaklega ljúfar og fallegar lagasmíðar sem færa áheyrandann inn í heillandi tónaveröld. Nú eru liðin 5 ár síðan síðasta geislaplata hennar kom út; Kossafar á ilinni.

Dusk er samstarfsverkefni þeirra Margrétar, Birkis Rafns Gíslasonar gítarleikara og Jökuls Jörgenssen bassaleikara, en einnig koma þau Sigtryggur Baldursson, Júlía Mogensen, Sarah Fogg, Dan Cassidy, Finnbogi Óskarsson, KK og Axel Árnason fram á plötunni.

Fabúla er með heimasíðuna www.myspace.com/fabulaband, en á henni má heyra fjögur lög sem eru á plötunni; Pink Sky, Skateboard, Dark Rain og Calm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×