POLSKA 1969-1989 27. september 2006 18:00 Verkfallið í Lenín skipasmíðastöðinni í Gdansk 1988. Þetta verkfall leiddi að lokum til viðræðna milli kommúnistastjórnarinnar í Póllandi og forystumanna verkalýðsfélagsins Samstöðu, og í framhaldinu frjálsra kosninga í Póllandi 1989. Laugardaginn 30. september kl. 15.00 opnar ljósmyndasýning hins þekkta ljósmyndara Chris Niedenthal í Ljósmyndasafni Reykjavíkur aðTryggagötu 15. Chris Niedenthal hefur unnið sem fréttaljósmyndari fyrir Newsweek, TIME og Der Spiegel og var m.a. svæðisljósmyndari fyrir alla Austur-Evrópu og Sovétríkin þegar hann vann fyrir tímaritið TIME. Hann var kjörinn alþjóðlegur fréttaljósmyndari árið 1986 (World Press Photo prize). Chris Niedenthal er af pólsku foreldri, með þýskt eftirnafn og breskan ríkisborgararétt — og frá árinu 1998 er hann einnig pólskur ríkisborgari. Foreldar hans yfirgáfu Pólland árið 1939 þegar seinni heimsstyrjöldin braust út og settust að í London í Englandi að stríði loknu, þar er Chris fæddur árið 1950. Frá þrettán ára aldri fór Chris með foreldrum sínum í sumarheimsóknir til Póllands, hann hreifst af landi og þjóð og strax sem táningur tók tók hann ljósmyndir af því sem fyrir augu bar. Hann hóf nám í London College of Printing og lauk þaðan prófi árið 1972. Árið eftir hélt hann til Póllands til stuttrar dvalar - og er þar enn. Honum fannst þetta vera sinn staður þrátt fyrir harðræðið sem hið kommúníska stjórnkerfi bauð þegnum sínum. Sem fréttaljósmyndari tók Chris Niedenthal myndir af því sem gerði Pólland svo ólíkt vestrænum nágrannalöndum sínum og sýna myndir hans á áhrifamikinn og oft kíminn hátt augnablik úr lífi fólksins í landinu, sýna tíma umbreytinga, sýna samfélag sem með baráttu fólksins losnar undan stjórnarháttum kommúnismans. Í ljósmyndum Chris Niedenthals er hægt að rekja sögu Póllands allt frá því hann kom þangað fyrst upp úr 1960 og fram að þeirri byltingu sem kom með verkalýðssamtökunum Samstöðu og öllum þeim þjóðfélagsbreytingum sem fylgdu í kjölfarið, allt fram á daginn í dag í gjörbreyttu þjóðfélagi. Myndir hans frá árunum 1969 - 1989 sem nú eru til sýnis í Ljósmyndasafni Reykjavíkur eru sterkur vitnisburður um hvíldarlausa baráttu stoltrar þjóðar, sem lét hvorki hervald né hugmyndafræði kúga sig. Sunnudaginn 1. október kl. 15:00 heldur Chris Niedenthal fyrirlestur um verk sín í sýningarsal Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Verður hann fluttur á ensku og aðgangur ókeypis. Sýningin stendur til 19. nóvember. Er hún hluti af dagskrá pólskrar menningarhátíðar sem stendur yfir dagana 28. september - 1. október að frumkvæði Vináttufélags Íslendinga og Pólverja. Sýningin er opin 12 - 19 virka daga og 13 - 17 um helgar. Lífið Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Sjá meira
Laugardaginn 30. september kl. 15.00 opnar ljósmyndasýning hins þekkta ljósmyndara Chris Niedenthal í Ljósmyndasafni Reykjavíkur aðTryggagötu 15. Chris Niedenthal hefur unnið sem fréttaljósmyndari fyrir Newsweek, TIME og Der Spiegel og var m.a. svæðisljósmyndari fyrir alla Austur-Evrópu og Sovétríkin þegar hann vann fyrir tímaritið TIME. Hann var kjörinn alþjóðlegur fréttaljósmyndari árið 1986 (World Press Photo prize). Chris Niedenthal er af pólsku foreldri, með þýskt eftirnafn og breskan ríkisborgararétt — og frá árinu 1998 er hann einnig pólskur ríkisborgari. Foreldar hans yfirgáfu Pólland árið 1939 þegar seinni heimsstyrjöldin braust út og settust að í London í Englandi að stríði loknu, þar er Chris fæddur árið 1950. Frá þrettán ára aldri fór Chris með foreldrum sínum í sumarheimsóknir til Póllands, hann hreifst af landi og þjóð og strax sem táningur tók tók hann ljósmyndir af því sem fyrir augu bar. Hann hóf nám í London College of Printing og lauk þaðan prófi árið 1972. Árið eftir hélt hann til Póllands til stuttrar dvalar - og er þar enn. Honum fannst þetta vera sinn staður þrátt fyrir harðræðið sem hið kommúníska stjórnkerfi bauð þegnum sínum. Sem fréttaljósmyndari tók Chris Niedenthal myndir af því sem gerði Pólland svo ólíkt vestrænum nágrannalöndum sínum og sýna myndir hans á áhrifamikinn og oft kíminn hátt augnablik úr lífi fólksins í landinu, sýna tíma umbreytinga, sýna samfélag sem með baráttu fólksins losnar undan stjórnarháttum kommúnismans. Í ljósmyndum Chris Niedenthals er hægt að rekja sögu Póllands allt frá því hann kom þangað fyrst upp úr 1960 og fram að þeirri byltingu sem kom með verkalýðssamtökunum Samstöðu og öllum þeim þjóðfélagsbreytingum sem fylgdu í kjölfarið, allt fram á daginn í dag í gjörbreyttu þjóðfélagi. Myndir hans frá árunum 1969 - 1989 sem nú eru til sýnis í Ljósmyndasafni Reykjavíkur eru sterkur vitnisburður um hvíldarlausa baráttu stoltrar þjóðar, sem lét hvorki hervald né hugmyndafræði kúga sig. Sunnudaginn 1. október kl. 15:00 heldur Chris Niedenthal fyrirlestur um verk sín í sýningarsal Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Verður hann fluttur á ensku og aðgangur ókeypis. Sýningin stendur til 19. nóvember. Er hún hluti af dagskrá pólskrar menningarhátíðar sem stendur yfir dagana 28. september - 1. október að frumkvæði Vináttufélags Íslendinga og Pólverja. Sýningin er opin 12 - 19 virka daga og 13 - 17 um helgar.
Lífið Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Sjá meira