Staðan í leikjunum
Nú er kominn hálfleikur í leikjum dagsins í lokaumferð Landsbankadeildarinnar. Leikirnir eru allir fjörugir og mörg mörk hafa verið skoruð. Hjá Val og KR er staðan 1-1, Breiðablik er 2-0 yfir gegn Keflavík, ÍBV er 2-0 yfir gegn Fylki, ÍA er 1-0 yfir gegn Víkingi og hjá Grindvík og FH er markalaust.