Rooney verður betri en George Best 21. september 2006 20:33 Wayne Rooney NordicPhotos/GettyImages Breska dagblaðið Sun heldur áfram að birta kafla úr bók Rio Ferdinand sem enn er óútkomin, en að þessu sinni er tekinn fyrir kafli helgaður framherjanum sterka Wayne Rooney. Ferdinand segir Rooney hafa óbilandi sjálfstraust og ætli sér að verða besti knattspyrnumaður í sögu Manchester United. Ferdinand greinir í bók sinni frá dögum sínum með Rooney hjá Manchester United og enska landsliðinu - og segir að félagar hans kalli hann alltaf "Wazza" á æfingum. Ferdinand segir Rooney vera feiminn og hlédrægan dreng utan vallar, en segir hann hafa ótakmarkað sjálfstraust inni á vellinum. "Wazza er eins og lítill drengur þegar hann gengur inn á völlinn, það hlakkar í honum í hvert sinn - en hann hefur hugarfar þroskaðs atvinnumanns. Hann sagði mér einu sinni að hann ætlaði að verða besti leikmaður í sögu Manchester United, betri en Bryan Robson, Eric Cantona og George Best - og hann var ekkert að grínast. Honum var full alvara með þessu. Hann sagði mér það einu sinni þegar við gengum til búningsherbergja eftir æfingu. Það er ekkert smámál að ætla sér að verða besti leikmaður United frá upphafi, en þegar hann segir svona lagað - þá trúi ég honum. Þetta er ekki hroki, hann hefur bara svona óbilandi trú á sjálfum sér. Allir sjá hvað hann gerir á vellinum. Hann getur allt. Hann er með góðar sendingar og klárar færin sín vel og svo er hann óeigingjarn líka. Ég man þegar ég sá hann fyrst á landsliðsæfingu, en þá trúðu menn því ekki hvað hann var góður. Á einni æfingunni rakti hann boltann frá eigin vallarhelmingi og sólaði hvern manninn á fætur öðrum áður en hann vippaði boltanum yfir Paul Robinson og skoraði. Ég stóð bara í vörninni hinumegin og hló - drengurinn var fáránlega góður," segir Ferdinand í bók sinni. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira
Breska dagblaðið Sun heldur áfram að birta kafla úr bók Rio Ferdinand sem enn er óútkomin, en að þessu sinni er tekinn fyrir kafli helgaður framherjanum sterka Wayne Rooney. Ferdinand segir Rooney hafa óbilandi sjálfstraust og ætli sér að verða besti knattspyrnumaður í sögu Manchester United. Ferdinand greinir í bók sinni frá dögum sínum með Rooney hjá Manchester United og enska landsliðinu - og segir að félagar hans kalli hann alltaf "Wazza" á æfingum. Ferdinand segir Rooney vera feiminn og hlédrægan dreng utan vallar, en segir hann hafa ótakmarkað sjálfstraust inni á vellinum. "Wazza er eins og lítill drengur þegar hann gengur inn á völlinn, það hlakkar í honum í hvert sinn - en hann hefur hugarfar þroskaðs atvinnumanns. Hann sagði mér einu sinni að hann ætlaði að verða besti leikmaður í sögu Manchester United, betri en Bryan Robson, Eric Cantona og George Best - og hann var ekkert að grínast. Honum var full alvara með þessu. Hann sagði mér það einu sinni þegar við gengum til búningsherbergja eftir æfingu. Það er ekkert smámál að ætla sér að verða besti leikmaður United frá upphafi, en þegar hann segir svona lagað - þá trúi ég honum. Þetta er ekki hroki, hann hefur bara svona óbilandi trú á sjálfum sér. Allir sjá hvað hann gerir á vellinum. Hann getur allt. Hann er með góðar sendingar og klárar færin sín vel og svo er hann óeigingjarn líka. Ég man þegar ég sá hann fyrst á landsliðsæfingu, en þá trúðu menn því ekki hvað hann var góður. Á einni æfingunni rakti hann boltann frá eigin vallarhelmingi og sólaði hvern manninn á fætur öðrum áður en hann vippaði boltanum yfir Paul Robinson og skoraði. Ég stóð bara í vörninni hinumegin og hló - drengurinn var fáránlega góður," segir Ferdinand í bók sinni.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira