Enski boltinn

Falleg knattspyrna er arfleifð Arsene Wenger

Thierry Henry er mjög ánægður með störf stjóra síns, enda er Wenger sigursælasti stjóri í sögu Arsenal
Thierry Henry er mjög ánægður með störf stjóra síns, enda er Wenger sigursælasti stjóri í sögu Arsenal AFP

Thierry Henry fer fögrum orðum um knattspyrnustjóra sinn Arsene Wenger í viðtali í dag og segir að stjórans verði minnst fyrir þá fallegu knattspyrnu sem liðið hefur spilað undir hans stjórn síðan hann tók við fyrir bráðum áratug.

"Wenger sér leikinn með öðrum augum en flestir aðrir og knattspyrnan sem Arsenal hefur spilaði í stjórnartíð hans minnir um margt á lið Ajax hérna áður, þar sem byggt er á stuttum og hnitmiðuðum sendingum. Arsenal hafði orð á sér sem lið sem spilaði leiðinlega og ljóta knattspyrnu áður en Wenger kom hingað - en hann hefur sannarlega breytt því.

Fólk stöðvar mig úti á götu og segir mér að þó það haldi ekki með Arsenal, spilum við skemmtilega og fallega knattspyrnu - þetta er allt Wenger að þakka," sagði Henry og segist búast við því að hann og félagar hans hendi Wenger í sturtu í tilefni áratugar starfsafmælis hans í næstu viku.

"Við verðum að halda upp á þetta fyrir hann með einhverjum hætti og ætli við hendum honum bara ekki í sturtu. Annars vill hann sjálfur eflaust bara fá sigur í næsta leik í tilefni áfangans," sagði Henry, sem fékk fyrst tækifæri undir stjórn Arsene Wenger þegar þeir voru saman hjá Mónakó í Frakklandi árið og keypti hann svo til Arsenal frá Juventus fyrir 11 milljónir punda árið 1999.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×