Enski boltinn

Craig Bellamy er strigakjaftur

Craig Bellamy er hér í leik með Blackburn á síðustu leiktíð
Craig Bellamy er hér í leik með Blackburn á síðustu leiktíð NordicPhotos/GettyImages

Terry McDermott, þjálfari hjá enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle, lenti í orðaskaki við framherjann Craig Bellamy hjá Liverpool eftir leik liðanna á Anfield í gærkvöldi, en Bellamy lék áður með Newcastle. McDermott segir að Bellamy sé strigakjaftur sem haldi ætíð að hann sé stærri en liðið sem hann spilar fyrir hverju sinni.

"Ég var bara að tala við dómarann í mestu makindum eftir leikinn og þá kom Bellamy til mín og fór að ausa mig fúkyrðum. Ég brosti bara til hans og lagði höndina á öxlina á honum, en þá hélt hann bara áfram að rífa kjaft. Hann gætti þess þó að vera vel umkringdur gæslumönnum þar sem hann hélt áfram að rífa sig þegar hann gekk í burtu.

Craig Bellamy er vandræðagemlingur sem heldur að hann sé stærri en liðið sem hann leikur fyrir. Svona var hann þegar hann var hjá Newcastle og hann er þegar byrjaður á þessu hjá Liverpool," sagði McDermott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×