Enski boltinn

Aðgangur að öllum mörkum í farsímanum

Nú geta knattspyrnuáhugamenn útvegað sér nánast ótakmarkaðan aðgang að mörkum úr meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni beint í farsímann
Nú geta knattspyrnuáhugamenn útvegað sér nánast ótakmarkaðan aðgang að mörkum úr meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni beint í farsímann

Og Vodafone hefur nú aukið þjónustu sína við knattspyrnuáhugamenn til muna en nú geta farsímanotendur séð öll mörkin úr meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni í gegn um netið í farsímum sínum.

Hægt er að velja á milli umferða, liða og leikmanna. Mögulegt er að skoða mörkin úr leikjunum nokkrum andartökum eftir að þau eru skoruð.

Sem dæmi má nefna að hægt er að skoða öll mörkin með Thierry Henry, Arsenal, eða Wayne Rooney, Manchester United, hvort sem þeir skora í Meistaradeildinni eða ensku úrvalsdeildinni. Þá er hægt að sjá öll mörkin sem lið þeirra hafa skorað í þessum keppnum á tímabilinu.

"Langflestir nýir GSM símar frá Og Vodafone gera notendum nú mögulegt að sækja mörkin um netið, en þessi þjónusta er hluti af netupplýsingaveitu hjá Og Vodafone sem nefnist Vodafone live! Þar er hægt að sækja ýmiss konar þjónustu, t.d. fréttir, veðurfréttir, upplýsingar um hlutabréfamarkaðinn, hringitóna, leiki og mikið magn íþróttafrétta," segir Gísli Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Og Vodafone.

"Við erum sífellt að auka við þjónustuna. GSM viðskiptavinir Og Vodafone mega eiga því eiga von á spennandi tímum," segir Gísli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×