Enski boltinn

Vill komast aftur í ensku úrvalsdeildina

Stan Collymore er ekki af baki dottinn í boltanum þó hann hafi ekki spilað síðan árið 2001
Stan Collymore er ekki af baki dottinn í boltanum þó hann hafi ekki spilað síðan árið 2001 NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Stan Collymore hefur hvergi nærri gefið upp alla von með að snúa aftur til keppni í ensku úrvalsdeildinni, þó hann hafi ekki spilað alvöru leik í mörg ár og sé orðinn 35 ára gamall. Collymore hefur getið sér gott orð sem leikari á síðustu misserum og fór síðast á kostum í stórmyndinni Basic Instinct 2 við hlið kynbombunnar Sharon Stone.

Collymore spilaði þrjá landsleiki fyrir Englendinga á sínum tíma og spilaði meðal annars með Liverpool, en umboðsmaður hans segir að minnsta kosti tvö tilboð liggja á borði leikmannsins um að fara til liða í Ástralíu.

Collymore sjálfur setur stefnuna enn hærra og dreymir um að spila fyrir fyrrum knattspyrnustjóra sinn Martin O´Neill sem nú stýrir Aston Villa. "Stan er aðeins 35 ára gamall og er í fantaformi. Hann er vissulega önnum kafinn maður en hann hefur alls ekki útilokað að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina," sagði umboðsmaður Collymore - sem seint verður sakaður um svartsýni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×