Enski boltinn

Vonast enn eftir landsliðssæti

Sol Campbell hefur ekki útilokað að spila með landsliðinu
Sol Campbell hefur ekki útilokað að spila með landsliðinu NordicPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn Sol Campbell hjá enska úrvalsdeildarliðinu Portsmouth segist enn ekki hafa gefið upp alla von með að spila fleiri leiki fyrir hönd enska landsliðsins, en þessi 32 ára gamli fyrrum fastamaður í liðinu hefur byrjað leiktíðina afar vel með Portsmouth.

"Steve McClaren sendi mér skilaboð þegar hann tók við enska landsliðinu á sínum tíma og tilkynnti mér að ég hefði ekki náð í landsliðshópinn hjá honum og síðan hef ég ekki heyrt neitt frá honum. Hann hefði nú kannski geta tilkynnt mér þetta með öðrum hætti, því ég á að baki 69 landsleiki - en það er hann sem ræður ferðinni. Það eina sem ég get gert er að spila vel fyrir félagslið mitt en ég get samt sagt að ég myndi aldrei snúa baki við enska landsliðinu ef kallið kæmi," sagði Campbell sem áður lék með Tottenham og Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×