Fótbolti

Líkir Gravesen við Kaka

Thomas Gravesen hefur slegið í gegn í Skotlandi
Thomas Gravesen hefur slegið í gegn í Skotlandi NordicPhotos/GettyImages

Gordon Strachan, stjóri Glasgow Celtic, gat ekki farið leynt með hrifningu sína á danska landsliðsmanninum Thomas Gravesen eftir að hann spilaði sinn fyrsta leik með skoska liðinu um helgina.

"Menn héldu að Gravesen væri miðjumaður sem sæti aftarlega á vellinum og væri fyrst og fremst varnartengiliður, en hann var úti um allan völl og spilaði stórkostlega um helgina. Stjórinn talaði um það eftir leikinn að honum hefði fundist hann hafa keypt Brasilíumanninn Kaka en ekki Thomas Gravesen - slík var hrifning hans," sagði einn af leikmönnum Celtic.

Gravesen sjálfur heldur sig þó alveg niðri á jörðinni þó hann hafi byrjað vel og á von á erfiðum leik gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld. "Það var gaman að ná sér vel á strik strax í fyrsta leik, en það er ég sem þarf að venjast hlutunum hér hjá Celtic og laga mig að leikmönnunum - ekki þeir að mér. Við vitum að það verður rosalega erfitt að spila á Old Trafford, en við höfum ekkert að sanna í þessum leik - við látum verkin tala á vellinum og sjáum hvað setur," sagði danski harðjaxlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×