Komu í veg fyrir alvarlega árás 12. september 2006 12:00 MYND/AP Öryggissveitarmenn komu í veg fyrir alvarlega hryðjuverkaárás á sendiráð Bandaríkjamanna í Damascus í Sýrlandi í morgun. Þeir felldu þrjá hryðjuverkamenn sem höfðu sprengt bifreið fyrir utan bygginguna í loft upp. Fjórði árásarmaðurinn særðist í átökunum. Sýrlensk yfirvöld hafa enn ekki viljað staðfesta hve margir hafi fallið í átökunum og því hafa borist misvísandi fréttir af mannfallli úr röðum öryggissveita og hryðjuverkamanna fram eftir morgni. Samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar munu þrír árásarmenn hafa fallið og sá fjórði særst alvarlega. Einnig hefur verið fullyrt að tveir öryggissveitarmenn hafi fallið en það hefur ekki fengist staðfest. BBC segir minnst þrjá hryðjuverkamenn hafa reynt að aka bíl hlöðnum sprengiefni inn á afgirt svæði við sendiráðið en það ekki tekist þar sem öryggissveitir hafi svarað með skothríð. Bílinn mun þá hafa sprungið fyrir utan sendiráðið. Árásarmennirnir voru sagði vopnaðir handsprengjum og byssum. Að sögn vitna leituðu tveir þeirra sér skjóls í nærliggjandi byggingu en voru eltir uppi og skotnir. Fyrstu fréttir af árásinni bárust snemma í morgun en þá mátti sjá reyk leggja frá sendiráðinu og heyra skothríð berast þaðan. Sýrlenskir öryggissveitarmenn umkringdu sendiráðið þá þegar. Þegar allt var yfirstaðið fékkst staðfest að engan bandarískan starfsmann í sendiráðinu hefði sakað. Kínverskur sendifulltrúi var fluttur á sjúkrahús en hann hafði særst lítillega í sprengingunni þar sem hann stóð á þaki sendiráðs Kínverja sem stendur við sömu götu og það bandaríska. Töluverð spenna hefur magnast í Sýrlandi síðustu daga og andúð á Bandaríkjamönnum aukist þar sem stjórnvöld í Washington hafa sagt Sýrlendinga útvega andspyrnumönnum í Írak vopn og gera lítið til að stöðva vopnaflutninga til Hizbollah-skæruliða í Líbanon. Í apríl 2004 féllu fjórir í átökum sýrlenskra lögreglumanna og grunaðra hryðjuverkamanna nálægt sendiráðum í Damascus. Fjórir aðrir féllu í júní síðastliðnum þegar öryggissveitum tókst að koma í veg fyrir sprengjuárás við myndver ríkisrekna sjónvarpsins í Sýrlandi. Þá hafa yfirvöld sakað herskáa múslima um að hafa lagt bíl, hlöðnum sprengiefni, fyrir utan kanadíska sendiráðið í Damascus. Erlent Fréttir Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Öryggissveitarmenn komu í veg fyrir alvarlega hryðjuverkaárás á sendiráð Bandaríkjamanna í Damascus í Sýrlandi í morgun. Þeir felldu þrjá hryðjuverkamenn sem höfðu sprengt bifreið fyrir utan bygginguna í loft upp. Fjórði árásarmaðurinn særðist í átökunum. Sýrlensk yfirvöld hafa enn ekki viljað staðfesta hve margir hafi fallið í átökunum og því hafa borist misvísandi fréttir af mannfallli úr röðum öryggissveita og hryðjuverkamanna fram eftir morgni. Samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar munu þrír árásarmenn hafa fallið og sá fjórði særst alvarlega. Einnig hefur verið fullyrt að tveir öryggissveitarmenn hafi fallið en það hefur ekki fengist staðfest. BBC segir minnst þrjá hryðjuverkamenn hafa reynt að aka bíl hlöðnum sprengiefni inn á afgirt svæði við sendiráðið en það ekki tekist þar sem öryggissveitir hafi svarað með skothríð. Bílinn mun þá hafa sprungið fyrir utan sendiráðið. Árásarmennirnir voru sagði vopnaðir handsprengjum og byssum. Að sögn vitna leituðu tveir þeirra sér skjóls í nærliggjandi byggingu en voru eltir uppi og skotnir. Fyrstu fréttir af árásinni bárust snemma í morgun en þá mátti sjá reyk leggja frá sendiráðinu og heyra skothríð berast þaðan. Sýrlenskir öryggissveitarmenn umkringdu sendiráðið þá þegar. Þegar allt var yfirstaðið fékkst staðfest að engan bandarískan starfsmann í sendiráðinu hefði sakað. Kínverskur sendifulltrúi var fluttur á sjúkrahús en hann hafði særst lítillega í sprengingunni þar sem hann stóð á þaki sendiráðs Kínverja sem stendur við sömu götu og það bandaríska. Töluverð spenna hefur magnast í Sýrlandi síðustu daga og andúð á Bandaríkjamönnum aukist þar sem stjórnvöld í Washington hafa sagt Sýrlendinga útvega andspyrnumönnum í Írak vopn og gera lítið til að stöðva vopnaflutninga til Hizbollah-skæruliða í Líbanon. Í apríl 2004 féllu fjórir í átökum sýrlenskra lögreglumanna og grunaðra hryðjuverkamanna nálægt sendiráðum í Damascus. Fjórir aðrir féllu í júní síðastliðnum þegar öryggissveitum tókst að koma í veg fyrir sprengjuárás við myndver ríkisrekna sjónvarpsins í Sýrlandi. Þá hafa yfirvöld sakað herskáa múslima um að hafa lagt bíl, hlöðnum sprengiefni, fyrir utan kanadíska sendiráðið í Damascus.
Erlent Fréttir Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira