Eiður Smári í hópnum 9. september 2006 16:00 Byrjar væntanlega á bekknum í kvöld. Getty Images Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Barcelona sem mætir Osasuna á heimavelli sínum Nou Camp í spænsku úrvalsdeildinni eftir skamma stund. Ronaldinho hefur hins vegar snúið aftur í hóp Evrópumeistaranna og því er afar ólíklegt að Eiður Smári fái tækifæri í byrjunarliðinu. Bæði lið eru væntanlega staðráðin í að gera betur enn í fyrstu leikjum sínum á tímabilinu um þar síðustu helgi. Þá vann Barcelona reyndar sigur á Celta Vigo þar sem Eiður Smári skoraði sigurmarkið en liðið var þó allt annað en sannfærandi. Osasuna tapaði á heimavelli fyrir Getafe, 2-0, og mun væntanlega eiga erfitt uppdráttar á Nou Camp síðar í dag. Í viðureign liðanna í Barcelona í fyrra unnu heimamenn öruggan 3-0 sigur en fróðlegt verður að sjá hvort Osasuna tekur upp á því að setja mann til höfuðs Xavi á miðju Barca. Það gerði Sevilla í árlegum leik Evrópumeistaranna fyrir skemmstu og vann 3-0 sigur. Þar var það einmitt Christian Poulsen, danski landsliðsmaðurinn sem fór svo illa með leikmenn íslenska landsliðsins á Laugardalsvellinum á miðvikudag, sem tók Xavi úr umferð. Leikmannahópur Barcelona er firnasterkur fyrir leikinn og til marks um það má nefna að Gio van Bronckhorst og Juliano Beletti, sem voru jafnan fyrstu bakverðir liðsins á síðustu leiktíð, komast ekki í hóp. Hópurinn fyrir leikinn á eftir lítur annars svona út: Valdés, Jorquera, Puyol, Márquez, Oleguer, Zambrotta, Thuram, Sylvinho, Edmílson, Xavi, Motta, Iniesta, Deco, Giuly, Messi, Ronaldinho, Eto''o og Eiður Smári Guðjohnsen. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Barcelona sem mætir Osasuna á heimavelli sínum Nou Camp í spænsku úrvalsdeildinni eftir skamma stund. Ronaldinho hefur hins vegar snúið aftur í hóp Evrópumeistaranna og því er afar ólíklegt að Eiður Smári fái tækifæri í byrjunarliðinu. Bæði lið eru væntanlega staðráðin í að gera betur enn í fyrstu leikjum sínum á tímabilinu um þar síðustu helgi. Þá vann Barcelona reyndar sigur á Celta Vigo þar sem Eiður Smári skoraði sigurmarkið en liðið var þó allt annað en sannfærandi. Osasuna tapaði á heimavelli fyrir Getafe, 2-0, og mun væntanlega eiga erfitt uppdráttar á Nou Camp síðar í dag. Í viðureign liðanna í Barcelona í fyrra unnu heimamenn öruggan 3-0 sigur en fróðlegt verður að sjá hvort Osasuna tekur upp á því að setja mann til höfuðs Xavi á miðju Barca. Það gerði Sevilla í árlegum leik Evrópumeistaranna fyrir skemmstu og vann 3-0 sigur. Þar var það einmitt Christian Poulsen, danski landsliðsmaðurinn sem fór svo illa með leikmenn íslenska landsliðsins á Laugardalsvellinum á miðvikudag, sem tók Xavi úr umferð. Leikmannahópur Barcelona er firnasterkur fyrir leikinn og til marks um það má nefna að Gio van Bronckhorst og Juliano Beletti, sem voru jafnan fyrstu bakverðir liðsins á síðustu leiktíð, komast ekki í hóp. Hópurinn fyrir leikinn á eftir lítur annars svona út: Valdés, Jorquera, Puyol, Márquez, Oleguer, Zambrotta, Thuram, Sylvinho, Edmílson, Xavi, Motta, Iniesta, Deco, Giuly, Messi, Ronaldinho, Eto''o og Eiður Smári Guðjohnsen.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira