Körfubolti

Njarðvíkingar leika í Sláturhúsinu

Njarðvíkingar spila Evrópuleiki sína á heimavelli erkifjenda sinna í Keflavík
Njarðvíkingar spila Evrópuleiki sína á heimavelli erkifjenda sinna í Keflavík Mynd/Vilhelm
Njarðvíkingar fengu ekki leyfi hjá Körfuknattleikssambandi Evrópu til þess að leika heimaleiki sína í Evrópukeppninni í vetur í ljónagryfjunni í Njarðvík. Þess í stað þurfa þeir að leika heimaleikina í Sláturhúsinu, heimavelli erkifjendanna í Keflavík. Þorsteinn Gunnarsson greindi frá þessu í íþróttafréttum á NFS í kvöld.



Íslandsmeistarar Njarðvíkur taka þátt í Áskorendabikarkeppni Evrópu í vetur

líkt og Keflavík. Til stóð að leika heimaleikina í ljónagryfjunni í Njarðvík. Valþór Söring, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, segir að sótt hafi verið um undanþágu fyrir völlinn þar sem hann uppfyllir ekki öll skilyrði. Körfuknattleikssamband Evrópu tók fyrst jákvætt í erindið en eftir að fulltrúar sambandsins sáu myndir úr ljónagryfjunni þvertóku þeir fyrir undanþágu. Töldu þeir ljónagryfju Njarðvíkinga beinlínis vera slysagildru.

Til að mynda þurfa að vera að lágmarki tveir metrar frá velli í áhofendastæði og varamannabekki. Njarðvíkingar tilkynntu sláturhúsið, heimavöll Keflavíkur, sem varaheimavöll og leika því þar Evrópuleiki sína í vetur. Valþór formaður sagði ekkert mál fyrir stuðningsmenn Njarðvíkur að fara á milli húsa en þetta yrði örugglega skrítin tilfinning fyrir leikmenn Njarðvíkur að spila heimaleikina í Keflavík. Njarðvík lenti í erfiðum riðli: Cherkasy frá Úkraínu, Samara frá Rússlandi og Tartu Rock frá Eistlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×