Innlent

Fundi iðnaðarnefndar frestað

MYND/Stefán

Fundi iðnaðarnefndar Alþingis var frestað upp úr níu í gærkvöldi án þess að niðurstaða fengist. Að sögn Jóhanns Ársælssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, var hart tekist á á fundinum sem byrjaði klukkan hálfþrjú í gær.

Valgerður Sverrisdóttir mætti ekki á fundinn eins og fulltrúar minnihlutans höfðu beðið um en Jón segir sérfræðinga iðnaðarráðuneytisins hafa gefið ágætar skýringar og svör við athugasemdum Gríms Björnssonar. Hins vegar sé það óþolandi að þingmenn hafi verið leyndir upplýsingum sem þessum og þurfi að ræða og rannsaka þann farveg sem þessi greinargerð lenti í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×