Dómsmálaráðuneytið segir Árna uppfylla skilyrðin 30. ágúst 2006 12:00 MYND/Vilhelm Gunnarsson Dómsmálaráðuneytið segir Árna Johnsen hafa afplánað fangelsisdóm sinn og uppfylli að öllu leyti skilyrði fyrir því að fá uppreist æru. Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu er hins vegar hvorki staðfestar né hraktar fréttir Fréttablaðsins um að búið sé að skrifa undir uppreist Árna. Árni Johnsen segir að sér hafi ekki verið tilkynnt formlega að honum hafi verið veitt uppreisn æru, en hann sótti um það í júní síðastliðnum. Handhafar forsetavalds skrifuðu undir nauðsynlega pappíra um þetta í fjarveru forseta Íslands að sögn Fréttablaðsins. Ef búið er að veita Árna Johnsen uppreist æru þýðir það að kjörgengi hans í alþingiskosningum í vor er óskorað. Aðspurður hvort hann hyggi á framboð í alþingiskosningum í vor ef rétt reynist að hann hafi óflekkað mannorð á ný sagði hann ekki tímabært að taka ákvörðun um það en nefndi að hann hefði fundið fyrir töluverðum þrýstingi frá kjósendum. Forseti getur veitt mönnum uppreist æru, samkvæmt 84ðu grein hegningarlaga, eftir fimm ár frá fullnustu refsingar, svo fremi sem brotið hafi verið fyrsta brot dæmda sem hefur skerðingu borgararéttinda í för með sér og að fangelsisvist hafi ekki numið meira en einu ári. Þessi frestur getur styst niður í tvö ár ef dæmdi hefur hegðað sér vel á þessu tímabili. Í febrúar voru tvö ár frá því Árni var látinn laus af Kvíabryggju og lagði hann því inn umsókn um uppreist æru til dómsmálaráðuneytisins í júní. Handhafar forsetavalds í fjarveru forseta Íslands, það er forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti hæstaréttar, skrifuðu að sögn Fréttablaðsins upp á skjal þessa efnis að tillögu dómsmálaráðherra Björns Bjarnasonar nú nýverið. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur dvalið erlendis undanfarið í einkaerindum og því skrifuðu handhafar forsetavalds upp á beiðnina í fjarveru hans. Fyrir þá sem velta fyrir sér hvaðan orðið uppreisT með t-i komi, þá er þetta orð samkvæmt orðabók Menningarsjóðs kvenkyns nafnorð sem hefur sömu merkingu og orðið uppreisn. Ástæða fyrir því að þessi orðmynd er notuð í fréttum af þessu máli í öllum fjölmiðlum er sú að svona er þetta orðað í lögum um kosningar til Alþingis. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið segir Árna Johnsen hafa afplánað fangelsisdóm sinn og uppfylli að öllu leyti skilyrði fyrir því að fá uppreist æru. Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu er hins vegar hvorki staðfestar né hraktar fréttir Fréttablaðsins um að búið sé að skrifa undir uppreist Árna. Árni Johnsen segir að sér hafi ekki verið tilkynnt formlega að honum hafi verið veitt uppreisn æru, en hann sótti um það í júní síðastliðnum. Handhafar forsetavalds skrifuðu undir nauðsynlega pappíra um þetta í fjarveru forseta Íslands að sögn Fréttablaðsins. Ef búið er að veita Árna Johnsen uppreist æru þýðir það að kjörgengi hans í alþingiskosningum í vor er óskorað. Aðspurður hvort hann hyggi á framboð í alþingiskosningum í vor ef rétt reynist að hann hafi óflekkað mannorð á ný sagði hann ekki tímabært að taka ákvörðun um það en nefndi að hann hefði fundið fyrir töluverðum þrýstingi frá kjósendum. Forseti getur veitt mönnum uppreist æru, samkvæmt 84ðu grein hegningarlaga, eftir fimm ár frá fullnustu refsingar, svo fremi sem brotið hafi verið fyrsta brot dæmda sem hefur skerðingu borgararéttinda í för með sér og að fangelsisvist hafi ekki numið meira en einu ári. Þessi frestur getur styst niður í tvö ár ef dæmdi hefur hegðað sér vel á þessu tímabili. Í febrúar voru tvö ár frá því Árni var látinn laus af Kvíabryggju og lagði hann því inn umsókn um uppreist æru til dómsmálaráðuneytisins í júní. Handhafar forsetavalds í fjarveru forseta Íslands, það er forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti hæstaréttar, skrifuðu að sögn Fréttablaðsins upp á skjal þessa efnis að tillögu dómsmálaráðherra Björns Bjarnasonar nú nýverið. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur dvalið erlendis undanfarið í einkaerindum og því skrifuðu handhafar forsetavalds upp á beiðnina í fjarveru hans. Fyrir þá sem velta fyrir sér hvaðan orðið uppreisT með t-i komi, þá er þetta orð samkvæmt orðabók Menningarsjóðs kvenkyns nafnorð sem hefur sömu merkingu og orðið uppreisn. Ástæða fyrir því að þessi orðmynd er notuð í fréttum af þessu máli í öllum fjölmiðlum er sú að svona er þetta orðað í lögum um kosningar til Alþingis.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira