Innlent

Vilja dómsmálaráðherra fyrir nefndina

Að ósk þriggja fulltrúa Samfylkingarinnar í alsherjanefnd mun nefndin koma saman, þriðjudaginn þann 5. september, til að funda um það ófremdarástand sem er í fangelsismálum landsins. Þar munu fulltrúarnir fara fram á að dómsmálaráðherra verði kallaður á fund nefndarinnar enda telji þeir hann ábyrgan fyrir ástandinu.

Í tilkynningu frá Björgvini G. Sigurðssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, segir: "Það ástand, yfirfull fangelsi og margvíslegir brestir aðrir, hefur verið að byggjast upp lengi án þess að ráðherra málaflokksins hafi brugðist við af með neinum vitlegum eða ábyrgum hætti."

Fulltrúarnir fara fram á að fangelsis- og refsistefna ríkisstjórnarinnar verði endurskoðuð með róttækum hætti og megin áhersla lögð á meðferð og endurmenntun fanga í stað gamaldags og úreltra refsinga eins og tíðkast.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×