Syrgir mannræningja sinn 28. ágúst 2006 19:30 Austurríska stúlkan Natascha Kampusch, sem slapp úr klóm mannræningja í síðustu viku, hún syrgir manninn sem rændi henni og vill ekki hitta foreldra sína. Hún biður fjölmiðla um að láta sig í friði og neitar að svara spurningum um það sem hún kallar persónuleg atvik í gíslingu hjá manninum. Natascha fannst á ráfi í garði í Vín í síðustu viku en daginn áður hafði hún sloppið frá mannræningjanum, Wolfgang Priklopil. Síðan þá hefur hún ekki komið fram opinberlega eða veitt viðtöl. Það var svo í dag sem Max Friedrich, sálfræðingur hennar, las yfirlýsingu frá henni á blaðamannafundi. Þar segist hún gera sér grein fyrir því að fólk fylltist óhug yfir því sem fyrir hana kom og spyrði hvernig það gæti hafa gerst. Hún ætli sér hins vegar ekki að svara spurningum þar sem farið verði út smáatriði. Í yfirlýsingunni segir hún herbergið sitt litla hafa verið hennar og ekki ætlunin að aðbúnaður þar kæmi fyrir almennings sjónir. Hún segir daglegt líf sitt hafa verið vel skipulagt. Hún hafi oftast borðað morgunmat með Priklopil. Síðan hafi hún unnið húsverk, lesið bækur, horft á sjónvarp og eldað. Priklopil hafi lítið sem ekkert unnið meðan hún var í haldi hjá honum. Hún neitar því að hafa kallað Priklopil meistara sinn þó hann hafi viljað það. Hún segir meðferðina á sér hafa verið misjafna. Einn dag hafi hann komið vel fram við hana en annan ekki. Síðan bað hún fjölmiðla um að láta sig í friði og sagði langt í það að hún gæti talað opinberlega um raunir sínar. Natascha er sögð þjást af Stokhólm-heilkennum, sem lýsa sér í því að gíslar taka mannræningja sína í sátt og mynda ákveðin tengsl við þá. Þegar lögregla greindi Natöschu frá því að Priklopil hefði svipt sig lífi eftir að hún slapp frá honum mun hún hafa grátið óstjórnlega. Hún er sögð syrgja hann. Foreldrar Natöschu, sem hafa skilið, eru ósáttir við að hafa ekki fengið að hitta hana. Lögregla segir það ekki bannað en hún hafi sjálf óskað eftir því að vera flutt á öruggan stað, fjarri þeim. Þar fái hún meðferð hjá geðlæknum. Erlent Fréttir Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Austurríska stúlkan Natascha Kampusch, sem slapp úr klóm mannræningja í síðustu viku, hún syrgir manninn sem rændi henni og vill ekki hitta foreldra sína. Hún biður fjölmiðla um að láta sig í friði og neitar að svara spurningum um það sem hún kallar persónuleg atvik í gíslingu hjá manninum. Natascha fannst á ráfi í garði í Vín í síðustu viku en daginn áður hafði hún sloppið frá mannræningjanum, Wolfgang Priklopil. Síðan þá hefur hún ekki komið fram opinberlega eða veitt viðtöl. Það var svo í dag sem Max Friedrich, sálfræðingur hennar, las yfirlýsingu frá henni á blaðamannafundi. Þar segist hún gera sér grein fyrir því að fólk fylltist óhug yfir því sem fyrir hana kom og spyrði hvernig það gæti hafa gerst. Hún ætli sér hins vegar ekki að svara spurningum þar sem farið verði út smáatriði. Í yfirlýsingunni segir hún herbergið sitt litla hafa verið hennar og ekki ætlunin að aðbúnaður þar kæmi fyrir almennings sjónir. Hún segir daglegt líf sitt hafa verið vel skipulagt. Hún hafi oftast borðað morgunmat með Priklopil. Síðan hafi hún unnið húsverk, lesið bækur, horft á sjónvarp og eldað. Priklopil hafi lítið sem ekkert unnið meðan hún var í haldi hjá honum. Hún neitar því að hafa kallað Priklopil meistara sinn þó hann hafi viljað það. Hún segir meðferðina á sér hafa verið misjafna. Einn dag hafi hann komið vel fram við hana en annan ekki. Síðan bað hún fjölmiðla um að láta sig í friði og sagði langt í það að hún gæti talað opinberlega um raunir sínar. Natascha er sögð þjást af Stokhólm-heilkennum, sem lýsa sér í því að gíslar taka mannræningja sína í sátt og mynda ákveðin tengsl við þá. Þegar lögregla greindi Natöschu frá því að Priklopil hefði svipt sig lífi eftir að hún slapp frá honum mun hún hafa grátið óstjórnlega. Hún er sögð syrgja hann. Foreldrar Natöschu, sem hafa skilið, eru ósáttir við að hafa ekki fengið að hitta hana. Lögregla segir það ekki bannað en hún hafi sjálf óskað eftir því að vera flutt á öruggan stað, fjarri þeim. Þar fái hún meðferð hjá geðlæknum.
Erlent Fréttir Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent