Fréttmenn Fox látnir lausir 27. ágúst 2006 13:13 Mynd/AP Mannræningjar á Gaza-svæðinu hafa látið tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku lausa. Þeir hafa verið í haldi mannræningja síðan um miðjan mánuðinn Ekkert heyrðist frá mannræningjunum fyrr en í miðri síðustu viku. Þar til þá var ekkert vitað um afdrif fréttamannsins Steve Centanni frá Bandaríkjunum og myndatökumannsins Olaf Wiig frá Nýja Sjálandi. Myndband var síðan birt á miðvikudaginn þar sem mátti sjá að mennirnir voru ekki illa haldnir. Þá kom í ljós að þeir voru í haldi áður óþekktra samtaka herskárra Palestínumanna sem kölluðu sig Stórfylkingu heilags stríðs. Með því fyldu skilaboð frá samtökunum þar sem Bandaríkjamönnum var gefinn þriggja sólahringa frestur til að láta lausa þá múslima sem þeir hafi í haldi víðsvegar um heim. Ekki var gefið upp hvað mönnunum yrði gert ef ekki yrði gengið að kröfum mannræningjanna. Fresturinn rann út í gærmorgun og engir múslimar látnir lausir úr haldi. Það var svo snemma í morgun sem annað myndband með mönnunum var birt og því ljóst að þeim hafði ekki verið gert mein. Þar sögðust þeir hafa tekið upp íslamstrú. Þeir lásu það af blaði. Þá gagnrýndu þeir aðgerðir vesturveldanna í Írak og Afganistan. Á þeim tíma sem mennirnir voru í haldi reyndu fulltrúar heimastjórnar Palestínumanna hvað þeir gátu til að tryggja lausn mannanna og bar það loks árangur í morgun því þeir voru látnir lausir nokkrum klukkustundum eftir að seinna myndbandið var birt. Þeim var ekið að hóteli í Gaza-borg í morgun og voru þeir fegnir frelsinu. Erlent Fréttir Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Mannræningjar á Gaza-svæðinu hafa látið tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku lausa. Þeir hafa verið í haldi mannræningja síðan um miðjan mánuðinn Ekkert heyrðist frá mannræningjunum fyrr en í miðri síðustu viku. Þar til þá var ekkert vitað um afdrif fréttamannsins Steve Centanni frá Bandaríkjunum og myndatökumannsins Olaf Wiig frá Nýja Sjálandi. Myndband var síðan birt á miðvikudaginn þar sem mátti sjá að mennirnir voru ekki illa haldnir. Þá kom í ljós að þeir voru í haldi áður óþekktra samtaka herskárra Palestínumanna sem kölluðu sig Stórfylkingu heilags stríðs. Með því fyldu skilaboð frá samtökunum þar sem Bandaríkjamönnum var gefinn þriggja sólahringa frestur til að láta lausa þá múslima sem þeir hafi í haldi víðsvegar um heim. Ekki var gefið upp hvað mönnunum yrði gert ef ekki yrði gengið að kröfum mannræningjanna. Fresturinn rann út í gærmorgun og engir múslimar látnir lausir úr haldi. Það var svo snemma í morgun sem annað myndband með mönnunum var birt og því ljóst að þeim hafði ekki verið gert mein. Þar sögðust þeir hafa tekið upp íslamstrú. Þeir lásu það af blaði. Þá gagnrýndu þeir aðgerðir vesturveldanna í Írak og Afganistan. Á þeim tíma sem mennirnir voru í haldi reyndu fulltrúar heimastjórnar Palestínumanna hvað þeir gátu til að tryggja lausn mannanna og bar það loks árangur í morgun því þeir voru látnir lausir nokkrum klukkustundum eftir að seinna myndbandið var birt. Þeim var ekið að hóteli í Gaza-borg í morgun og voru þeir fegnir frelsinu.
Erlent Fréttir Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira