Prófar hljóðbombur til að vara við Kötlugosi 23. ágúst 2006 11:12 Mýrdalsjökull MYND/Stefán Karlsson Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hyggst í dag prófa hljóðbombur á svæðinu frá Þórsmörk að Hrafntinnuskeri en í athugun er að nota hljóðbombur til að vara við Kötlugosi ef til þess kemur. Hljóðbomburnar eru svipaðar að gerð og neyðarflugeldar en bjarmi kemur ekki af þeim aðeins hávær hvellur. Samskonar hljóðbombur hafa verið notaðar til að kalla út björgunarlið í bæjum og þorpum á Bretlandi með góðum árangri. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og viðbragðsaðilar hafa unnið að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegs eldgoss undir Mýrdalsjökli. Gerðir voru m.a. upplýsingabæklingar fyrir þá sem búa á áhrifasvæði jökulhlaupsins sem því fylgir. Í mars sl. var haldin æfing sem bar heitið "Bergrisinn 2006". Æfð voru samhæfð viðbrögð viðbragðsaðila og íbúa en þar má nefna m.a. boðun og rýmingu fólks af hættusvæðum. Á þessu svæði eru margir vinsælir ferðamannastaðir. Ef eldgos hefst í Kötlu þá er nauðsynlegt að koma upplýsingum til allra á svæðinu á eins stuttum tíma og mögulegt er. Húseigendur og skráðir íbúar á svæðinu fá talskilaboð í heimasíma og SMS í GSM síma. Ekki er mögulegt að nota þá tækni fyrir ferðamenn á svæðinu og því er hugmyndin að nota hljóðbombur til að vara ferðamenn við, ef eldgos hefst í Kötlu. Til að fá fullvissu hvort þessi aðferð virki eins vel og vonir standa til þá verða hljóðbombur prófaðar í dag milli kl. 16:00-24:00 á svæðinu frá Þórsmörk að Hrafntinnuskeri. Til samanburðar verður tívolíbombu skotið á loft. Fólk er beðið að sýna skilning meðan á prófuninni stendur. Ef vel tekst til mun þessum hljóðbombum verða komið fyrir í skálum á svæðinu þar sem þær verða hluti af viðvörunarkerfi til ferðamanna og jafnframt verður gefinn út bæklingur fyrir ferðamenn og upplýsingaskilti verða sett upp við helstu gönguleiðir. Þessi ferð er í samstarfi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjórans, almannavarnanefndar Rangárvallasýslu og Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Í sömu ferð munu fulltrúar björgunarsveita, lögreglu og sýslumannsembættisins í Rangárvallasýslu koma fyrir viðvörunarskilti um hrun úr íshellum við Hrafntinnusker. Fréttir Innlent Katla Kötlufréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hyggst í dag prófa hljóðbombur á svæðinu frá Þórsmörk að Hrafntinnuskeri en í athugun er að nota hljóðbombur til að vara við Kötlugosi ef til þess kemur. Hljóðbomburnar eru svipaðar að gerð og neyðarflugeldar en bjarmi kemur ekki af þeim aðeins hávær hvellur. Samskonar hljóðbombur hafa verið notaðar til að kalla út björgunarlið í bæjum og þorpum á Bretlandi með góðum árangri. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og viðbragðsaðilar hafa unnið að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegs eldgoss undir Mýrdalsjökli. Gerðir voru m.a. upplýsingabæklingar fyrir þá sem búa á áhrifasvæði jökulhlaupsins sem því fylgir. Í mars sl. var haldin æfing sem bar heitið "Bergrisinn 2006". Æfð voru samhæfð viðbrögð viðbragðsaðila og íbúa en þar má nefna m.a. boðun og rýmingu fólks af hættusvæðum. Á þessu svæði eru margir vinsælir ferðamannastaðir. Ef eldgos hefst í Kötlu þá er nauðsynlegt að koma upplýsingum til allra á svæðinu á eins stuttum tíma og mögulegt er. Húseigendur og skráðir íbúar á svæðinu fá talskilaboð í heimasíma og SMS í GSM síma. Ekki er mögulegt að nota þá tækni fyrir ferðamenn á svæðinu og því er hugmyndin að nota hljóðbombur til að vara ferðamenn við, ef eldgos hefst í Kötlu. Til að fá fullvissu hvort þessi aðferð virki eins vel og vonir standa til þá verða hljóðbombur prófaðar í dag milli kl. 16:00-24:00 á svæðinu frá Þórsmörk að Hrafntinnuskeri. Til samanburðar verður tívolíbombu skotið á loft. Fólk er beðið að sýna skilning meðan á prófuninni stendur. Ef vel tekst til mun þessum hljóðbombum verða komið fyrir í skálum á svæðinu þar sem þær verða hluti af viðvörunarkerfi til ferðamanna og jafnframt verður gefinn út bæklingur fyrir ferðamenn og upplýsingaskilti verða sett upp við helstu gönguleiðir. Þessi ferð er í samstarfi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjórans, almannavarnanefndar Rangárvallasýslu og Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Í sömu ferð munu fulltrúar björgunarsveita, lögreglu og sýslumannsembættisins í Rangárvallasýslu koma fyrir viðvörunarskilti um hrun úr íshellum við Hrafntinnusker.
Fréttir Innlent Katla Kötlufréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira