Íranar reiðubúnir til viðræðna 22. ágúst 2006 19:45 Íranar segjast tilbúnir til alvarlegra viðræðna um kjarnorkuáætlun sína en segjast enn áskilja sér rétt til að halda auðgun úrans áfram. Sitji þeir fast við sinn keip er næsta víst að þeir verði beittir efnahagsþvingunum og jafnvel er valdbeiting ekki útilokuð. Íranar hafa tekið sér góðan tíma til að svara tilboði Vesturveldanna um aðstoð við friðsamlega nýtingu kjarnorku auk ýmissa annarra ívilnana gegn því að láta af auðgun úrans. Í dag var teningunum hins vegar loks kastað þegar aðalsamningamaður Írana, Ari Larijani, kallaði sendiherra voldugustu ríkja heims, að Bandaríkjunum frátöldum, á sinn fund og greindi þeim frá svari írönsku ríkisstjórnarinnar. Nákvæmt innihalds skjalsins hefur ekki verið gefið upp en Larijani sagði í viðtali íranska sjónvarpsstöð að frá og með morgundeginum væru Íranar reiðubúnir til alvarlegra viðræðna um kjarnorkuáætlunina en einnig efnahags- og öryggismál sem ekki væri hægt að slíta úr samhengi hana. Íranar hafa hingað til ekki ljáð máls á því að hætta úranauðgun og því var ekki búist við að þeir myndu bjóðast til þess í svari sínu í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gaf stjórnvöldum í Teheran í júlílok mánaðarfrest til að láta af vinnslunni ella sæta efnahagsþvingunum. Ekki er sjálfgefið að slík ályktun verði samþykkt því Rússar og Kínverjar hafa hingað til lagst gegn slíku. Stjórnmálaskýrendur segja að ef Íranar ætli á annað borð að smíða kjarnorkuvopn ætti þeim að takast það í síðasta lagi 2010. Ósennilegt er þó að það verði látið átölulaust, Bandaríkjamenn hafa raunar aldrei útilokað valdbeitingu gegn Írönum. Í því sambandi má minna á nýlega grein bandaríska rannsóknarblaðamannsins Seymour Hearsh þar sem hann staðhæfir á að árásir Ísraela á Líbanon undanfarinn mánuð hafi einkum haft þann tilgang að undirbúa jarðveginn fyrir svipaða sprengjuherferð Bandaríkjamanna á skotmörk í Íran. Erlent Fréttir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Íranar segjast tilbúnir til alvarlegra viðræðna um kjarnorkuáætlun sína en segjast enn áskilja sér rétt til að halda auðgun úrans áfram. Sitji þeir fast við sinn keip er næsta víst að þeir verði beittir efnahagsþvingunum og jafnvel er valdbeiting ekki útilokuð. Íranar hafa tekið sér góðan tíma til að svara tilboði Vesturveldanna um aðstoð við friðsamlega nýtingu kjarnorku auk ýmissa annarra ívilnana gegn því að láta af auðgun úrans. Í dag var teningunum hins vegar loks kastað þegar aðalsamningamaður Írana, Ari Larijani, kallaði sendiherra voldugustu ríkja heims, að Bandaríkjunum frátöldum, á sinn fund og greindi þeim frá svari írönsku ríkisstjórnarinnar. Nákvæmt innihalds skjalsins hefur ekki verið gefið upp en Larijani sagði í viðtali íranska sjónvarpsstöð að frá og með morgundeginum væru Íranar reiðubúnir til alvarlegra viðræðna um kjarnorkuáætlunina en einnig efnahags- og öryggismál sem ekki væri hægt að slíta úr samhengi hana. Íranar hafa hingað til ekki ljáð máls á því að hætta úranauðgun og því var ekki búist við að þeir myndu bjóðast til þess í svari sínu í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gaf stjórnvöldum í Teheran í júlílok mánaðarfrest til að láta af vinnslunni ella sæta efnahagsþvingunum. Ekki er sjálfgefið að slík ályktun verði samþykkt því Rússar og Kínverjar hafa hingað til lagst gegn slíku. Stjórnmálaskýrendur segja að ef Íranar ætli á annað borð að smíða kjarnorkuvopn ætti þeim að takast það í síðasta lagi 2010. Ósennilegt er þó að það verði látið átölulaust, Bandaríkjamenn hafa raunar aldrei útilokað valdbeitingu gegn Írönum. Í því sambandi má minna á nýlega grein bandaríska rannsóknarblaðamannsins Seymour Hearsh þar sem hann staðhæfir á að árásir Ísraela á Líbanon undanfarinn mánuð hafi einkum haft þann tilgang að undirbúa jarðveginn fyrir svipaða sprengjuherferð Bandaríkjamanna á skotmörk í Íran.
Erlent Fréttir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira