Vilja að starfsmenn Orkuveitunnar fái að tjá sig um þjóðfélagsmál 22. ágúst 2006 13:21 Borgarfulltrúar Vinstri grænna fara fram á að stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur beitir sér nú þegar fyrir því að aflétt verði fyrirmælum um að starfsmenn megi ekki tjá sig um brýn þjóðfélagsmál. En sérfræðingi hjá orkuveitunni hefur verið bannað að tjá sig um skýrslu sem hann gerði um Kárahnjúkastíflu. Svandís Svavarsdóttir og Árni Þór Siugurðsson, borgarfulltrúar Vinstri grænna hafa sent Guðlaugi Þór Þórðarsyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur bréf. Í bréfinu segir að nýlega hafi verið staðfest í fjölmiðlum að nafngreindur starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur hafi fengið fyrirmæli frá stjórnendum fyrirtækisins um að tjá sig ekki um málefni Kárahnjúkavirkjunar, og því borið við að um samkeppnisfyrirtæki sé að ræða. Borgarfulltrúarnir segja marga hafa tekið undir varnaðarorð sérfræðinga sem beint hafi sjónum manna að áhættunni samfara byggingu Kárahnjúkavirkjunar, staðarvali hennar og hönnun. Þær ábendingar hafi ekki hvað síst varðað ótryggan berggrunn undir stíflu- og lónsstæðinu og verið kunnar allt frá þeim tíma sem mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna fór fram. Full ástæða sé til að taka slík viðvörunarorð alvarlega og láta fara fram nýtt og óháð áhættumat, enda ríkir almannahagsmunir í húfi. Svandís og Árni þór segja ólíðandi í lýðræðisþjóðfélagi að vísindamenn séu beittir óbeinum eða beinum þrýstingi og jafnvel fyrirmælum um að veita almenningi ekki upplýsingar sem byggi á faglegum og fræðilegum rannsóknum. Slík vinnubrögð hafi í gegnum tíðina fyrst og fremst tíðkast í einræðisríkjum og beri vott um ótta við sannleikann. Reykjavíkurborg eigi 45 prósenta hlut í Landsvirkjun og því varði upplýsingar um framkvæmdir á hennar vegum alla Reykvíkinga og raunar landsmenn alla. Í ljósi alls þessa fari borgarfulltrúarnir fram á við stjórnarformann Orkuveitunnar að hann beiti sér nú þegar fyrir því að starfsmenn Orkuveitunnar fái notið sjálfsagðra og stjórnarskrárbundinna lýðréttinda og að aflétt verði fyrirmælum um að þeir megi ekki tjá sig um brýn þjóðfélagsmál. Fréttir Innlent Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Borgarfulltrúar Vinstri grænna fara fram á að stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur beitir sér nú þegar fyrir því að aflétt verði fyrirmælum um að starfsmenn megi ekki tjá sig um brýn þjóðfélagsmál. En sérfræðingi hjá orkuveitunni hefur verið bannað að tjá sig um skýrslu sem hann gerði um Kárahnjúkastíflu. Svandís Svavarsdóttir og Árni Þór Siugurðsson, borgarfulltrúar Vinstri grænna hafa sent Guðlaugi Þór Þórðarsyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur bréf. Í bréfinu segir að nýlega hafi verið staðfest í fjölmiðlum að nafngreindur starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur hafi fengið fyrirmæli frá stjórnendum fyrirtækisins um að tjá sig ekki um málefni Kárahnjúkavirkjunar, og því borið við að um samkeppnisfyrirtæki sé að ræða. Borgarfulltrúarnir segja marga hafa tekið undir varnaðarorð sérfræðinga sem beint hafi sjónum manna að áhættunni samfara byggingu Kárahnjúkavirkjunar, staðarvali hennar og hönnun. Þær ábendingar hafi ekki hvað síst varðað ótryggan berggrunn undir stíflu- og lónsstæðinu og verið kunnar allt frá þeim tíma sem mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna fór fram. Full ástæða sé til að taka slík viðvörunarorð alvarlega og láta fara fram nýtt og óháð áhættumat, enda ríkir almannahagsmunir í húfi. Svandís og Árni þór segja ólíðandi í lýðræðisþjóðfélagi að vísindamenn séu beittir óbeinum eða beinum þrýstingi og jafnvel fyrirmælum um að veita almenningi ekki upplýsingar sem byggi á faglegum og fræðilegum rannsóknum. Slík vinnubrögð hafi í gegnum tíðina fyrst og fremst tíðkast í einræðisríkjum og beri vott um ótta við sannleikann. Reykjavíkurborg eigi 45 prósenta hlut í Landsvirkjun og því varði upplýsingar um framkvæmdir á hennar vegum alla Reykvíkinga og raunar landsmenn alla. Í ljósi alls þessa fari borgarfulltrúarnir fram á við stjórnarformann Orkuveitunnar að hann beiti sér nú þegar fyrir því að starfsmenn Orkuveitunnar fái notið sjálfsagðra og stjórnarskrárbundinna lýðréttinda og að aflétt verði fyrirmælum um að þeir megi ekki tjá sig um brýn þjóðfélagsmál.
Fréttir Innlent Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira