Fótbolti

Benitez fékk að heyra það

Rafael Benitez varð fyrir hörðum árásum frá ísraelskum blaðamönnum í Kænugarði í dag
Rafael Benitez varð fyrir hörðum árásum frá ísraelskum blaðamönnum í Kænugarði í dag NordicPhotos/GettyImages

Liðsmenn Liverpool hafa ekki átt þægilegt ferðalag til Kænugarðs í Úkraínu í dag þar sem liðið mætir ísraelska liðinu Maccabi Haifa öðru sinni í forkeppni meistaradeildarinnar annað kvöld. Miklar tafir urðu á ferðalagi leikmanna Liverpool til Kænugarðs og þegar þangað kom, þurfti Rafael Benitez að sitja undir árásum ísraelskra blaðamanna sem kenndu honum um að leikurinn hefði verið færður á hlutlausan völl.

"Leikurinn er spilaður hér í Kænugarði ef því knattspyrnusamband Evrópu tók þá ákvörðun og ég vil aðeins ræða um leikinn á morgun. Ég hef aðeins áhyggjur af knattspyrnunni og það hlýtur hver maður að sjá af hverju við vildum síður fara til Tel Aviv. Ég var spurður þessara sömu spurninga fyrir nokkrum árum þegar ég stýrði liði Valencia og þá var ákvörðunin einnig tekin af knattspyrnusambandinu. Við berum fulla virðingu fyrir Haifa, liði þeirra og stuðningsmönnum og beittum okkur ekki sérstaklega svo þessi leikur yrði færður. Við erum komnir hingað til að spila fótbolta, það er allt og sumt," sagði Benitez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×