Vill fá Hring aftur heim í Hringsdal 21. ágúst 2006 19:00 Landeigandi í Hringsdal vill að líkamsleifar landnámsmanns, sem fundust við uppgröft í dalnum í síðustu viku, verði fluttar aftur í dalinn til sýnis fyrir almenning. Forstöðumanni Fornleifastofnunar líst vel á hugmyndina en segir hana þó erfiða í framkvæmd. Fornleifafræðingar fundu í síðustu viku beinagrind af landnámsmanni við uppgröft í kumli í Hringsdal í Arnarfirði á Vestfjörðum. Kumlið reyndist einstaklega vel varðveitt. Adolf Friðriksson, forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands, segir það vera vegna óvenjulegra aðstæðna á staðnum en sandur hafi hlaðist ofan á kumlið og varnað því að fólk kæmist í það. Ásamt beinagrindinni fundust í gröfinni sverð sem er um metri á lengd, spjótsoddur, skjaldarbóla, kambur og alur eða hnífur. Minjarnar voru fluttar til Reykjavíkur fyrir helgi þar sem þær verða hreinsaðar og rannsakaðar frekar. Því er haldið fram að maðurinn í gröfinni sé Hringur sá er dalurinn er kenndur við. Munnmælasögur segja að hann hafi verið vígamaður mikill en fallið fyrir hendi fjandmanna sinna úr Arnarfirði. Hilmar Einarsson, landeigandi í Hringsdal, segist ekki trúa öðru eftir þennan fund en að munnmælasagan eigi sér stoð. Hilmar vill að líkamsleifar Hrings verði fluttar aftur vestur þar sem þær verði til sýnis fyrir almenning. Forstöðumaður Fornleifastofnunar fagnar öllum hugmyndum um að kynna menningararfinn en vegna strangra krafna um varðveisluskilyrði telji hann viðráðanlegra að koma upp sýningaraðstöðu á Bíldudal eða Hrafnseyri. Það kæmi honum ekki á óvart að ef menn haldi áfram uppgreftri á svæðinu finnist fleiri fornmenn og þá sé kominn stofn að sýningu um þennan merka þátt í menningarsögu landsins. Fréttir Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Landeigandi í Hringsdal vill að líkamsleifar landnámsmanns, sem fundust við uppgröft í dalnum í síðustu viku, verði fluttar aftur í dalinn til sýnis fyrir almenning. Forstöðumanni Fornleifastofnunar líst vel á hugmyndina en segir hana þó erfiða í framkvæmd. Fornleifafræðingar fundu í síðustu viku beinagrind af landnámsmanni við uppgröft í kumli í Hringsdal í Arnarfirði á Vestfjörðum. Kumlið reyndist einstaklega vel varðveitt. Adolf Friðriksson, forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands, segir það vera vegna óvenjulegra aðstæðna á staðnum en sandur hafi hlaðist ofan á kumlið og varnað því að fólk kæmist í það. Ásamt beinagrindinni fundust í gröfinni sverð sem er um metri á lengd, spjótsoddur, skjaldarbóla, kambur og alur eða hnífur. Minjarnar voru fluttar til Reykjavíkur fyrir helgi þar sem þær verða hreinsaðar og rannsakaðar frekar. Því er haldið fram að maðurinn í gröfinni sé Hringur sá er dalurinn er kenndur við. Munnmælasögur segja að hann hafi verið vígamaður mikill en fallið fyrir hendi fjandmanna sinna úr Arnarfirði. Hilmar Einarsson, landeigandi í Hringsdal, segist ekki trúa öðru eftir þennan fund en að munnmælasagan eigi sér stoð. Hilmar vill að líkamsleifar Hrings verði fluttar aftur vestur þar sem þær verði til sýnis fyrir almenning. Forstöðumaður Fornleifastofnunar fagnar öllum hugmyndum um að kynna menningararfinn en vegna strangra krafna um varðveisluskilyrði telji hann viðráðanlegra að koma upp sýningaraðstöðu á Bíldudal eða Hrafnseyri. Það kæmi honum ekki á óvart að ef menn haldi áfram uppgreftri á svæðinu finnist fleiri fornmenn og þá sé kominn stofn að sýningu um þennan merka þátt í menningarsögu landsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira