Friðargæslan í uppnámi 17. ágúst 2006 18:45 Friðargæslu Sameinuðu þjóðanna í Líbanon hefur verið steypt í óvissu eftir að greint var frá því að Frakkar hygðust einungis senda fámennt lið til landsins en ekki þúsundir manna eins og vonast var til í fyrstu. Líbanonsher var fagnað þegar hann hélt yfir Litani-ána í morgun. Líbanski herinn er kominn á áður ókunnar slóðir því Suður-Líbanon hefur síðasta aldarfjórðunginn verið á á yfirráðasvæði Hizbollah og þar áður réðu Frelsissamtök Palestínumanna þar ríkjum. Þegar hermennirnir komu í stríðshrjáð þorpin á svæðinu þusti fólk út á götur og bauð þá velkomna með því að kasta yfir þá hrísgrjónum. Vonast er til að 13.000 manna friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna komi sem allra fyrst til Líbanon til að aðstoða þarlenda hermenn og það lið samtakanna sem þegar er í landinu við að gæta þess að vopnahlé Ísraela og Hizbollah haldi. Reiknað hafði verið með því að Frakkar legðu til bróðurpart liðsins en í dag greindi franska blaðið Le Monde frá því að ríkisstjórnin hygðist einungis senda fámennt lið á vettvang. Jacques Chirac Frakklandsforseti lýsti því yfir í dag að 200 manns færu strax til Líbanon en framhaldið væri til skoðunar. Verði þetta raunin er ljóst að mjög mun hægja á brottflutningi Ísraela frá Líbanon og óttast er að við það dragi úr líkum á friði. Hvað sem þessum hræringum líður reyna Líbanar að koma þjóðlífinu í samt lag. Í morgun lenti fyrsta farþegaþotan í Beirút í rúman mánuð og markar það endalok flugbannsins sem Ísraelar höfðu sett á í upphafi átakanna. Erlent Fréttir Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Friðargæslu Sameinuðu þjóðanna í Líbanon hefur verið steypt í óvissu eftir að greint var frá því að Frakkar hygðust einungis senda fámennt lið til landsins en ekki þúsundir manna eins og vonast var til í fyrstu. Líbanonsher var fagnað þegar hann hélt yfir Litani-ána í morgun. Líbanski herinn er kominn á áður ókunnar slóðir því Suður-Líbanon hefur síðasta aldarfjórðunginn verið á á yfirráðasvæði Hizbollah og þar áður réðu Frelsissamtök Palestínumanna þar ríkjum. Þegar hermennirnir komu í stríðshrjáð þorpin á svæðinu þusti fólk út á götur og bauð þá velkomna með því að kasta yfir þá hrísgrjónum. Vonast er til að 13.000 manna friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna komi sem allra fyrst til Líbanon til að aðstoða þarlenda hermenn og það lið samtakanna sem þegar er í landinu við að gæta þess að vopnahlé Ísraela og Hizbollah haldi. Reiknað hafði verið með því að Frakkar legðu til bróðurpart liðsins en í dag greindi franska blaðið Le Monde frá því að ríkisstjórnin hygðist einungis senda fámennt lið á vettvang. Jacques Chirac Frakklandsforseti lýsti því yfir í dag að 200 manns færu strax til Líbanon en framhaldið væri til skoðunar. Verði þetta raunin er ljóst að mjög mun hægja á brottflutningi Ísraela frá Líbanon og óttast er að við það dragi úr líkum á friði. Hvað sem þessum hræringum líður reyna Líbanar að koma þjóðlífinu í samt lag. Í morgun lenti fyrsta farþegaþotan í Beirút í rúman mánuð og markar það endalok flugbannsins sem Ísraelar höfðu sett á í upphafi átakanna.
Erlent Fréttir Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira