Hariri harðorður 17. ágúst 2006 12:30 Assad, Sýrlandsforseti, fagnar stuðningsmönnum sínum. MYND/AP Ísraelskt herlið er nú að yfirgefa hluta af Suður-Líbanon og eftirlætur líbönsku herliði og alþjóðlegum friðargæsluliðum að gæta vopnahlés milli Hisbollah og Ísraelshers. Leiðtogi stærsta flokkabandalagsins á líbanska þinginu segir Sýrlandsforseta hafa hvatt til uppreisnar í Líbanon með ræðu sinni í vikunni. Saad Hariri, leiðtogi stærsta flokkabandalagsins á líbanska þinginu, var ómyrkur í máli í morgun þegar hann ávarpaði mörg hundruð stuðningsmenn. Hann sagði sögu Ísraela svarta og fulla af harti og eyðileggingu. Ísraelar geti eyðilagt landið en ekki samstöðu Líbana. Hariri er sonur Rafik Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, sem var myrtur í fyrra. Hariri yngri fór hörðum orðum um ræðu Assads, Sýrlandsforseta, sem hann flutti fyrr í vikunni. Assad sakaði andstæðinga Sýrlendinga í Líbanon um að hafa lagt lag sitt við Ísraela. Þetta sagði Hariri aðeins sagt til að auka á deilur í Líbanon þar sem Sýrlendingar hafi haldið herliði í tuttugu og níu ár. Hann sagði ræðu Assads fela í sér hvatningu til uppreisnar. Líbanskir hermenn eru nú komnir suður fyrir Litani-ána margumtöluðu sem markar hernaðarlega mikilvæg mæri þess svæðis sem Ísraelar vilja hafa sem öryggissvæði fyrir norðan landamæri sín. Utanríkisráðherra Ísraels tilkynnti í morgun að ísraelsher myndi draga sig til baka af helmingi þess svæðisins eftir því sem líbanski herinn nær þangað. Ísraelsmenn hafa þegar vikið fyrir friðargæsluliðum sem fyrir voru í Líbanon í svonefndum UNIFIL-sveitum á nokkrum stöðum og látið þeim eftir að tryggja frið, meðal annars í bænum Marjayoun, þar sem átök voru hörð. Frakkar hafa samþykkt að leiða 15 þúsund manna friðargæslulið til viðbótar sem ætlunin er að senda til Líbanons á næstu dögum og vikum. Þeir munu einnig leggja til vænan hluta þess liðs en enn er ekki fullvíst hvaða lönd önnur muni leggja til mannskap til friðargæsluliðanna. Þeir eru þó varkárir og vilja vera í sátt við alla aðila, ríkisstjórnirnar í Líbanon og Ísrael, sem og skæruliðasamtökin Hisbollah. Umfram allt vilja þeir forðast að dragast inn í blóðug átök sem gætu blossað upp ef þeir reyna að afvopna Hisbollah með valdi en að sama skapi má friðargæsluliðið ekki verða máttlausir áhorfendur ef það hefur ekki heimild til beitingar vopna ef með þarf. Erlent Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Ísraelskt herlið er nú að yfirgefa hluta af Suður-Líbanon og eftirlætur líbönsku herliði og alþjóðlegum friðargæsluliðum að gæta vopnahlés milli Hisbollah og Ísraelshers. Leiðtogi stærsta flokkabandalagsins á líbanska þinginu segir Sýrlandsforseta hafa hvatt til uppreisnar í Líbanon með ræðu sinni í vikunni. Saad Hariri, leiðtogi stærsta flokkabandalagsins á líbanska þinginu, var ómyrkur í máli í morgun þegar hann ávarpaði mörg hundruð stuðningsmenn. Hann sagði sögu Ísraela svarta og fulla af harti og eyðileggingu. Ísraelar geti eyðilagt landið en ekki samstöðu Líbana. Hariri er sonur Rafik Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, sem var myrtur í fyrra. Hariri yngri fór hörðum orðum um ræðu Assads, Sýrlandsforseta, sem hann flutti fyrr í vikunni. Assad sakaði andstæðinga Sýrlendinga í Líbanon um að hafa lagt lag sitt við Ísraela. Þetta sagði Hariri aðeins sagt til að auka á deilur í Líbanon þar sem Sýrlendingar hafi haldið herliði í tuttugu og níu ár. Hann sagði ræðu Assads fela í sér hvatningu til uppreisnar. Líbanskir hermenn eru nú komnir suður fyrir Litani-ána margumtöluðu sem markar hernaðarlega mikilvæg mæri þess svæðis sem Ísraelar vilja hafa sem öryggissvæði fyrir norðan landamæri sín. Utanríkisráðherra Ísraels tilkynnti í morgun að ísraelsher myndi draga sig til baka af helmingi þess svæðisins eftir því sem líbanski herinn nær þangað. Ísraelsmenn hafa þegar vikið fyrir friðargæsluliðum sem fyrir voru í Líbanon í svonefndum UNIFIL-sveitum á nokkrum stöðum og látið þeim eftir að tryggja frið, meðal annars í bænum Marjayoun, þar sem átök voru hörð. Frakkar hafa samþykkt að leiða 15 þúsund manna friðargæslulið til viðbótar sem ætlunin er að senda til Líbanons á næstu dögum og vikum. Þeir munu einnig leggja til vænan hluta þess liðs en enn er ekki fullvíst hvaða lönd önnur muni leggja til mannskap til friðargæsluliðanna. Þeir eru þó varkárir og vilja vera í sátt við alla aðila, ríkisstjórnirnar í Líbanon og Ísrael, sem og skæruliðasamtökin Hisbollah. Umfram allt vilja þeir forðast að dragast inn í blóðug átök sem gætu blossað upp ef þeir reyna að afvopna Hisbollah með valdi en að sama skapi má friðargæsluliðið ekki verða máttlausir áhorfendur ef það hefur ekki heimild til beitingar vopna ef með þarf.
Erlent Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira