Hariri harðorður 17. ágúst 2006 12:30 Assad, Sýrlandsforseti, fagnar stuðningsmönnum sínum. MYND/AP Ísraelskt herlið er nú að yfirgefa hluta af Suður-Líbanon og eftirlætur líbönsku herliði og alþjóðlegum friðargæsluliðum að gæta vopnahlés milli Hisbollah og Ísraelshers. Leiðtogi stærsta flokkabandalagsins á líbanska þinginu segir Sýrlandsforseta hafa hvatt til uppreisnar í Líbanon með ræðu sinni í vikunni. Saad Hariri, leiðtogi stærsta flokkabandalagsins á líbanska þinginu, var ómyrkur í máli í morgun þegar hann ávarpaði mörg hundruð stuðningsmenn. Hann sagði sögu Ísraela svarta og fulla af harti og eyðileggingu. Ísraelar geti eyðilagt landið en ekki samstöðu Líbana. Hariri er sonur Rafik Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, sem var myrtur í fyrra. Hariri yngri fór hörðum orðum um ræðu Assads, Sýrlandsforseta, sem hann flutti fyrr í vikunni. Assad sakaði andstæðinga Sýrlendinga í Líbanon um að hafa lagt lag sitt við Ísraela. Þetta sagði Hariri aðeins sagt til að auka á deilur í Líbanon þar sem Sýrlendingar hafi haldið herliði í tuttugu og níu ár. Hann sagði ræðu Assads fela í sér hvatningu til uppreisnar. Líbanskir hermenn eru nú komnir suður fyrir Litani-ána margumtöluðu sem markar hernaðarlega mikilvæg mæri þess svæðis sem Ísraelar vilja hafa sem öryggissvæði fyrir norðan landamæri sín. Utanríkisráðherra Ísraels tilkynnti í morgun að ísraelsher myndi draga sig til baka af helmingi þess svæðisins eftir því sem líbanski herinn nær þangað. Ísraelsmenn hafa þegar vikið fyrir friðargæsluliðum sem fyrir voru í Líbanon í svonefndum UNIFIL-sveitum á nokkrum stöðum og látið þeim eftir að tryggja frið, meðal annars í bænum Marjayoun, þar sem átök voru hörð. Frakkar hafa samþykkt að leiða 15 þúsund manna friðargæslulið til viðbótar sem ætlunin er að senda til Líbanons á næstu dögum og vikum. Þeir munu einnig leggja til vænan hluta þess liðs en enn er ekki fullvíst hvaða lönd önnur muni leggja til mannskap til friðargæsluliðanna. Þeir eru þó varkárir og vilja vera í sátt við alla aðila, ríkisstjórnirnar í Líbanon og Ísrael, sem og skæruliðasamtökin Hisbollah. Umfram allt vilja þeir forðast að dragast inn í blóðug átök sem gætu blossað upp ef þeir reyna að afvopna Hisbollah með valdi en að sama skapi má friðargæsluliðið ekki verða máttlausir áhorfendur ef það hefur ekki heimild til beitingar vopna ef með þarf. Erlent Fréttir Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Ísraelskt herlið er nú að yfirgefa hluta af Suður-Líbanon og eftirlætur líbönsku herliði og alþjóðlegum friðargæsluliðum að gæta vopnahlés milli Hisbollah og Ísraelshers. Leiðtogi stærsta flokkabandalagsins á líbanska þinginu segir Sýrlandsforseta hafa hvatt til uppreisnar í Líbanon með ræðu sinni í vikunni. Saad Hariri, leiðtogi stærsta flokkabandalagsins á líbanska þinginu, var ómyrkur í máli í morgun þegar hann ávarpaði mörg hundruð stuðningsmenn. Hann sagði sögu Ísraela svarta og fulla af harti og eyðileggingu. Ísraelar geti eyðilagt landið en ekki samstöðu Líbana. Hariri er sonur Rafik Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, sem var myrtur í fyrra. Hariri yngri fór hörðum orðum um ræðu Assads, Sýrlandsforseta, sem hann flutti fyrr í vikunni. Assad sakaði andstæðinga Sýrlendinga í Líbanon um að hafa lagt lag sitt við Ísraela. Þetta sagði Hariri aðeins sagt til að auka á deilur í Líbanon þar sem Sýrlendingar hafi haldið herliði í tuttugu og níu ár. Hann sagði ræðu Assads fela í sér hvatningu til uppreisnar. Líbanskir hermenn eru nú komnir suður fyrir Litani-ána margumtöluðu sem markar hernaðarlega mikilvæg mæri þess svæðis sem Ísraelar vilja hafa sem öryggissvæði fyrir norðan landamæri sín. Utanríkisráðherra Ísraels tilkynnti í morgun að ísraelsher myndi draga sig til baka af helmingi þess svæðisins eftir því sem líbanski herinn nær þangað. Ísraelsmenn hafa þegar vikið fyrir friðargæsluliðum sem fyrir voru í Líbanon í svonefndum UNIFIL-sveitum á nokkrum stöðum og látið þeim eftir að tryggja frið, meðal annars í bænum Marjayoun, þar sem átök voru hörð. Frakkar hafa samþykkt að leiða 15 þúsund manna friðargæslulið til viðbótar sem ætlunin er að senda til Líbanons á næstu dögum og vikum. Þeir munu einnig leggja til vænan hluta þess liðs en enn er ekki fullvíst hvaða lönd önnur muni leggja til mannskap til friðargæsluliðanna. Þeir eru þó varkárir og vilja vera í sátt við alla aðila, ríkisstjórnirnar í Líbanon og Ísrael, sem og skæruliðasamtökin Hisbollah. Umfram allt vilja þeir forðast að dragast inn í blóðug átök sem gætu blossað upp ef þeir reyna að afvopna Hisbollah með valdi en að sama skapi má friðargæsluliðið ekki verða máttlausir áhorfendur ef það hefur ekki heimild til beitingar vopna ef með þarf.
Erlent Fréttir Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira