Lífið

Sólarhliðarnar á Stígamótum

Hús Stígamóta við Hlemm.
Hús Stígamóta við Hlemm.

Sólarhliðarnar á Stígamótum

Á menningarnótt 19. ágúst kl. 17-22

Menningardagskrá Stígamóta verður kærkomin tilbreyting frá hefðbundinni starfsemi í húsinu. Áherslan verður á sólarhliðarnar í samskiptum fólks og allt tal um ofbeldi og svik sem þrífast í skugga samfélagsins verður lagt til hliðar. Gestum og gangandi verður boðið að flytja í stuttu máli uppáhaldstextana sína, syngja eða segja frá eigin reynslu af hlýju, ást, samkennd, kynlífi, fyndni eða vináttu eða bara koma og njóta samverunnar.

Dagskrá:

Kl. 17.00 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri

Rósa Ólöf Svavarsdóttir skáldkona

Karla Dögg Karlsdóttir frá Stígamótum

Anandi Marke jógakennari syngur

Kl. 17.30 Orðið er laust

Kl. 18.00 Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra

Halldóra Halldórsdóttir frá Stígamótum

Guðrún Ásmundsdóttir leikkona

Anna Scalk Sóleyjardóttir 6 ára

Kl. 18.30 Orðið er laust

Kl. 19.00 Kolbrún Halldórsdóttir alþingiskona

Alma Ágústsdóttir 11 ára

Thelma Ásdísardóttir frá Stígamótum

Ásta S. Ólafsdóttir leikkona

Kl. 19.30 Orðið er laust

Kl. 20.00 Þórunn Valdimarsdóttir, Didda skáldkona og Lilja Valdimarsdóttir

Erla Karlsdóttir

Kolbrún Erna Pétursdóttir leikkona

Kl. 20.30 Orðið er laust

Kl. 21.00 Erna Ragnarsdóttir, Hrólfur Gestsson og Eva María Hrólfsdóttir saga, ljóð og söngur

Björg G. Gísladóttir frá Stígamótum

Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona

Kl. 21.30 Orðið er laust

Boðið verður upp á svalandi drykki og ávexti.

Allir eru hjartanlega velkomnir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×