Sport

Bandaríkjamenn völtuðu yfir Suður-Kóreu

LeBron James skoraði flest stig sín með troðslum og gegnumbrotum í gærkvöldi
LeBron James skoraði flest stig sín með troðslum og gegnumbrotum í gærkvöldi NordicPhotos/GettyImages

Bandaríkjamenn spiluðu í gærkvöld sinn síðasta undirbúningsleik fyrir HM í Japan sem hefst á laugardag þegar þeir völtuðu yfir Suður-Kóreu 116-63 í Seúl. Bandaríska liðið hefur því unnið alla fimm undirbúningsleiki sína fyrir mótið. LeBron James var stigahæstur í liði Bandaríkjamanna með 23 stig, þar af 19 í fyrri hálfleik.

Nokkrir aðrir æfingaleikir fóru fram í gærkvöld og þar á meða lauk æfingamóti sem haldið var í Kína og nefnist Stankovic-bikarinn. Þar báru Grikkir sigurorð af Þjóðverjum 84-47 í úrslitaleik, þar sem Dirk Nowitzki skoraði aðeins 9 stig yfir þýska liðið.

Frakkar sigruðu Brasilíumenn 86-74 í leik um þriðja sætið á mótinu. Boris Diaw skoraði 15 stig fyrir Frakka, en félagi hans hjá Phoenix, Leandro Barbosa skoraði 29 stig fyrir Brasilíumenn.

Yao Ming skoraði 21 stig og sigurkörfuna þegar Kínverjar lögðu svo Ástrala 63-61 í leiknum um fimmta sætið á mótinu. Andrew Bogut skoraði 20 stig fyrir Ástrala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×