Sport

Slæm vika hjá van der Meyde

Andy van der Meyde á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir
Andy van der Meyde á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir NordicPhotos/GettyImages

Andy van der Meyde, leikmaður Everton, hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu, en brotist var inn í íbúð kappans um helgina. Fjölda verðmætra muna var stolið í innbrotinu, meira að segja hundinum hans Mac.

Leikmaðurinn hafði skömmu áður verið sektaður af forráðamönnum félagsins fyrir að brjóta reglur liðsins um útivistartíma fyrir leik, en van der Meyde bar því við að hann hefði fallið í yfirlið á heimili sínu eftir að efni hefði verið laumað í drykk hans á skemmtistað í Liverpool.

Um helgina var svo brotist inn á heimili hans á meðan hann var að spila og öllu steini léttara stolið. Tveir bílar í eigu leikmannsins voru numdir á brott, átta Rolex-úr og þá var hundi hans Mac stolið, en hann er af tegundinni Bordeux sem gerði garðinn frægan í kvikmyndinni Turner and Hooch á níunda áratugnum.

Þjófarnir höfðu á brott með sér síma knattspyrnumannsins og notuðu hann til að hringja í vini hans og heimtuðu 5000 punda lausnargjald fyrir hvuttann. Bílarnir tveir sem stolið var voru af gerðinni Mini Cooper og Ferrari og eru þeir komnir í leitirnar, en hundurinn góði er enn ekki kominn í leitirnar ef marka má frétt úr breska blaðinu Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×