Sport

Nedved spilar sinn síðasta leik fyrir Tékka

Pavel Nedved var kjörinn knattspyrnumaður Evrópu árið 2003
Pavel Nedved var kjörinn knattspyrnumaður Evrópu árið 2003 AFP

Miðjumaðurinn Pavel Nedved hefur tilkynnt að hann ætli að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir leik Tékka og Serba annað kvöld. Nedved segist í framtíðinni ætla að einbeita sér að því að spila með liði Juventus og segir tíma til kominn til að hleypa yngri mönnum að hjá landsliðinu.

Leikurinn annað kvöld verður 91. leikur hans fyrir Tékka og hefur hann skorað 18 mörk fyrir landsliðið. "Ég sé mig ekki undirbúa mig fyrir erfiða landsleiki þar sem ég verð að spila í B-deildinni með Juventus og orðinn 34 ára gamall," sagði Nedved, sem áður hefur hætt með landsliðinu en ákvað að snúa aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×