Höfuðpaurar hryðjuverkahópsins í haldi 11. ágúst 2006 08:05 Mynd/AP Breska lögreglan telur sig hafa handtekið höfuðpaurar hryðjuverkahóps sem lagði á ráðin um að sprengja í loft upp flugvélar á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Nokkrir úr hópnum eru þó sagðir ganga lausir. Æfa átti ódæðin um helgina og láta til skarar skíða nokkrum dögum síðar. Samkvæmt heimildum bandaríska blaðsins Washington Post hefur rannsókn á ráðabrugginu staðið í rúmt ár en það var í júlí í fyrra, eftir hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum, sem bresku lögreglunni barst ábending um grunsamlega hegðun nokkurra manna þar í landi. Út frá þessari ójósu ábendingu fór boltinn að rúlla og rannsóknin vatt upp á sig og endaði með handtökum í gær og í fyrradag. Tuttugu og fjórir voru þá teknir höndum. Í morgun bárust svo fréttir af því að pakistanska lögreglan hefði handtekið tvo menn í tengslum við ráðabruggið fyrir rúmri viku. Talið er að höfuðpaurarnir séu í haldi bresku lögreglunnar en fimm menn sem tengist málinu gangi enn lausir. Breska lögreglan hefur fryst innistæður á bankareikningum nítján þeirra sem eru nú í haldi. Bandarískir og breskir sérfræðingar segja ráðabruggið allt bera þess merki að liðsmenn al Kaída hryðjuverkasamtakanna hafi komið að því. Yfirvöld í Bretlandi hafa upplýst að mennirnir hafi ætlað að smygla sprengiefni í vökvaformi í gosflöskum um borð í vélarnar og nota síðan hvellettur sem dúlbúnar væru sem algengt raftæki. Heimildarmaður bandaríska blaðsins New York Times segir nokkra þeirra sem handteknir voru í Bretlandi hafa ferðast til Pakistan og gögn bendi til þess að þeir hafi átt þar fund með manni sem sagður er tengjast al Kaída. Samkvæmt áætlun hryðjuverkamannana áttu sjálfsmorðsárásir að eiga sér stað samtímis í flugvélunum á flugi frá London til Bandaríkjanna. Leyniþjónustan segir jafnframt að hryðjuverkamennirnir hafi ætlað sér að halda æfingu í dag eða á morgun og svo átti að láta til skarar skríða á allra næstu dögum. Erlent Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Breska lögreglan telur sig hafa handtekið höfuðpaurar hryðjuverkahóps sem lagði á ráðin um að sprengja í loft upp flugvélar á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Nokkrir úr hópnum eru þó sagðir ganga lausir. Æfa átti ódæðin um helgina og láta til skarar skíða nokkrum dögum síðar. Samkvæmt heimildum bandaríska blaðsins Washington Post hefur rannsókn á ráðabrugginu staðið í rúmt ár en það var í júlí í fyrra, eftir hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum, sem bresku lögreglunni barst ábending um grunsamlega hegðun nokkurra manna þar í landi. Út frá þessari ójósu ábendingu fór boltinn að rúlla og rannsóknin vatt upp á sig og endaði með handtökum í gær og í fyrradag. Tuttugu og fjórir voru þá teknir höndum. Í morgun bárust svo fréttir af því að pakistanska lögreglan hefði handtekið tvo menn í tengslum við ráðabruggið fyrir rúmri viku. Talið er að höfuðpaurarnir séu í haldi bresku lögreglunnar en fimm menn sem tengist málinu gangi enn lausir. Breska lögreglan hefur fryst innistæður á bankareikningum nítján þeirra sem eru nú í haldi. Bandarískir og breskir sérfræðingar segja ráðabruggið allt bera þess merki að liðsmenn al Kaída hryðjuverkasamtakanna hafi komið að því. Yfirvöld í Bretlandi hafa upplýst að mennirnir hafi ætlað að smygla sprengiefni í vökvaformi í gosflöskum um borð í vélarnar og nota síðan hvellettur sem dúlbúnar væru sem algengt raftæki. Heimildarmaður bandaríska blaðsins New York Times segir nokkra þeirra sem handteknir voru í Bretlandi hafa ferðast til Pakistan og gögn bendi til þess að þeir hafi átt þar fund með manni sem sagður er tengjast al Kaída. Samkvæmt áætlun hryðjuverkamannana áttu sjálfsmorðsárásir að eiga sér stað samtímis í flugvélunum á flugi frá London til Bandaríkjanna. Leyniþjónustan segir jafnframt að hryðjuverkamennirnir hafi ætlað sér að halda æfingu í dag eða á morgun og svo átti að láta til skarar skríða á allra næstu dögum.
Erlent Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira