Rigning og ein nauðgunartilraun 6. ágúst 2006 18:45 MYND/Jóhann Ingi Veðrið setti strik í reikninginn í Vestmannaeyjum þar sem hluti flugeldasýningarinnar hvarf í þoku og skýjaþykkni. Stúlka var send á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis í Reykjavík eftir að hafa orðið fyrir nauðgunartilraun á Þjóðhátíð í nótt.Hvellir en engin leiftur. Þannig var hluti flugeldasýningarinnar í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Ský og þoka földu flugeldasýninguna á köflum og var það ekki eina skiptið sem veðrið setti strik í reikninginn. Rigning og vindur settu sína mynd á hátíðarhöldin og þrátt fyrir að íþróttahúsið hafi ekki átt að opna fyrr en klukkan tíu í morgun voru fyrstu gestirnir komnir þangað um klukkan fimm síðustu nótt. Það voru um þrjátíu manns sem flýðu rok og rigningu í Herjólfsdal og fengu að gista í íþróttahúsinu. Þangað lá straumurinn svo síðar um daginn þegar hátíðargestir fóru í sund og sturtu.Annars má segja að appelsínugulir sjóstakkar og lopapeysur séu þjóðhátíðarbúningurinn í ár. Hvar vetna mátti sjá fólk í þeim klæðnaði.Nokkuð rennsli slasaðs fólks var í gegnum sjúkraskýli í Herjólfsdal og heilsugæslustöðina. Að sögn lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks voru meiðslin þó flest minniháttar og einkum eftir slys, svo sem þegar fólk rann í blautum brekkunum eða skar sig á brotnum glerflöskum. Einn var þó fluttur fótbrotinn til Reykjavíkur.Ein stúlka var einnig send til Reykjavíkur. Reynt var að nauðga henni á hátíðarsvæðinu síðustu nótt og hún send á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis á Landspítalanum í Fossvogi. Fyrir verslunarmannahelgina gagnrýndu forsvarsmenn Stígamóta og Afls, systursamtaka Stígamóta, að ekki hefði verið komið upp nægilega góðri aðstöðu til að hlú að fórnarlömbum kynferðisofbeldis í Vestmannaeyjum. Samtökin buðust meðal annars til að veita aðstoð en boð þeirra var afþakkað.Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að helgin hefði gengið vel fyrir sig frá þeirra bæjardyrum séð. Lítið hefði verið um líkamsárásir og þrátt fyrir mikið eftirlit hefði lítið fundist af fíkniefnum. Þetta telur lögregla til marks um að lítið magn fíkniefna hafi borist til Vestmannaeyja fyrir þjóðhátíð.Formaður Þjóðhátíðarnefndar var ekki síður ánægður með hátíðahöldin. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Veðrið setti strik í reikninginn í Vestmannaeyjum þar sem hluti flugeldasýningarinnar hvarf í þoku og skýjaþykkni. Stúlka var send á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis í Reykjavík eftir að hafa orðið fyrir nauðgunartilraun á Þjóðhátíð í nótt.Hvellir en engin leiftur. Þannig var hluti flugeldasýningarinnar í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Ský og þoka földu flugeldasýninguna á köflum og var það ekki eina skiptið sem veðrið setti strik í reikninginn. Rigning og vindur settu sína mynd á hátíðarhöldin og þrátt fyrir að íþróttahúsið hafi ekki átt að opna fyrr en klukkan tíu í morgun voru fyrstu gestirnir komnir þangað um klukkan fimm síðustu nótt. Það voru um þrjátíu manns sem flýðu rok og rigningu í Herjólfsdal og fengu að gista í íþróttahúsinu. Þangað lá straumurinn svo síðar um daginn þegar hátíðargestir fóru í sund og sturtu.Annars má segja að appelsínugulir sjóstakkar og lopapeysur séu þjóðhátíðarbúningurinn í ár. Hvar vetna mátti sjá fólk í þeim klæðnaði.Nokkuð rennsli slasaðs fólks var í gegnum sjúkraskýli í Herjólfsdal og heilsugæslustöðina. Að sögn lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks voru meiðslin þó flest minniháttar og einkum eftir slys, svo sem þegar fólk rann í blautum brekkunum eða skar sig á brotnum glerflöskum. Einn var þó fluttur fótbrotinn til Reykjavíkur.Ein stúlka var einnig send til Reykjavíkur. Reynt var að nauðga henni á hátíðarsvæðinu síðustu nótt og hún send á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis á Landspítalanum í Fossvogi. Fyrir verslunarmannahelgina gagnrýndu forsvarsmenn Stígamóta og Afls, systursamtaka Stígamóta, að ekki hefði verið komið upp nægilega góðri aðstöðu til að hlú að fórnarlömbum kynferðisofbeldis í Vestmannaeyjum. Samtökin buðust meðal annars til að veita aðstoð en boð þeirra var afþakkað.Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að helgin hefði gengið vel fyrir sig frá þeirra bæjardyrum séð. Lítið hefði verið um líkamsárásir og þrátt fyrir mikið eftirlit hefði lítið fundist af fíkniefnum. Þetta telur lögregla til marks um að lítið magn fíkniefna hafi borist til Vestmannaeyja fyrir þjóðhátíð.Formaður Þjóðhátíðarnefndar var ekki síður ánægður með hátíðahöldin.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira