Grænfriðungar bjóða aðstoð í Líbanon 4. ágúst 2006 18:45 Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til nauðstaddra á átakasvæðum í Suður-Líbanon. Um hundrað og fjörutíu tonn af gögnum frá Læknum án landamæra eru í gámum á Kýpur og er beðið færis að flytja þau til Líbanon. Grænfriðungar hafa boðið flaggskip sitt til verksins. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að svo geti farið að ekkert verði af flutningi hjálpargagna til Suður-Líbanon vegna loftárása Ísraela. Það er Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna sem annast flutning hjálparganga til Líbanons. Bílalest sem átti að flytja vistir og sérþjálfað starfsfólk til Beirút í dag situr föst í þorpinu Arida við landamærin að Sýrlandi. Svo gæti farið að bílarnir fari um vegi utan alfaraleiðar en það mun tefja töluvert fyrir. Læknum án landamæra hefur einnig reynst erfitt að senda fulltrúa sína til Suður-Líbanon. Samtökin hafa orðið að treysta á leigubíla til að flytja hjálpargögn til sjúkrahúsa á svæðinu þar sem ökumenn flutningabíla neita að keyra þangað vegna loftárásanna. Þess fyrir utan gengur brösulega að flytja gögn til Líbanon og sem merki um það eru hundrað og fjörutíu tonn af hjálpargöngum frá Læknum án landamæra á Kýpur og er beðið eftir að hægt verði að flytja þau til Líbanon en óvíst er hvenær það verður. Grænfriðungar hafa boðið samtökunum flaggskip sitt, Rainbow Warrior, til að flytja hjálpargögnin á áfangstað. Skipið er nú í höfninni í Beirút. Ekkert lát hefur verið á loftárásum Ísraela á Líbanon í dag en um leið hafa skæruliðar Hizbollah látið flugskeytum rigna á Ísrael og skutu einum fjörutíu á hálftíma. Tveir Ísraelar féllu í þeim árásum en á sama tíma hafa tugir fallið í Líbanon. Fram kemur á fréttavef BBC að Ísraelsher hefur sagt liðsmönnum sínum að búa sig undir sókn langt inn í landið, lengra en Ísraelsher hefur farið í rúma tvo áratugi. Snemma í gærmorgun gerðu Ísraelar loftárásir á höfuðstöðvar líbanskra góðgerðarsamtaka í bænum Nabatiyeh í Suður-Líbanon. Byggingin eyðilagðist og tíu aðrar í nágrenninu að auki. Björgunarsveitarmenn leituðu lifenda og liðinna þar í dag. Mohamed Baker, sem var að leita ættingja sinna, fann þá aldraða blinda konu sem hafði legið í rústum annarrar byggingar í næsta nágrenni í tíu daga. Erlent Fréttir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til nauðstaddra á átakasvæðum í Suður-Líbanon. Um hundrað og fjörutíu tonn af gögnum frá Læknum án landamæra eru í gámum á Kýpur og er beðið færis að flytja þau til Líbanon. Grænfriðungar hafa boðið flaggskip sitt til verksins. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að svo geti farið að ekkert verði af flutningi hjálpargagna til Suður-Líbanon vegna loftárása Ísraela. Það er Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna sem annast flutning hjálparganga til Líbanons. Bílalest sem átti að flytja vistir og sérþjálfað starfsfólk til Beirút í dag situr föst í þorpinu Arida við landamærin að Sýrlandi. Svo gæti farið að bílarnir fari um vegi utan alfaraleiðar en það mun tefja töluvert fyrir. Læknum án landamæra hefur einnig reynst erfitt að senda fulltrúa sína til Suður-Líbanon. Samtökin hafa orðið að treysta á leigubíla til að flytja hjálpargögn til sjúkrahúsa á svæðinu þar sem ökumenn flutningabíla neita að keyra þangað vegna loftárásanna. Þess fyrir utan gengur brösulega að flytja gögn til Líbanon og sem merki um það eru hundrað og fjörutíu tonn af hjálpargöngum frá Læknum án landamæra á Kýpur og er beðið eftir að hægt verði að flytja þau til Líbanon en óvíst er hvenær það verður. Grænfriðungar hafa boðið samtökunum flaggskip sitt, Rainbow Warrior, til að flytja hjálpargögnin á áfangstað. Skipið er nú í höfninni í Beirút. Ekkert lát hefur verið á loftárásum Ísraela á Líbanon í dag en um leið hafa skæruliðar Hizbollah látið flugskeytum rigna á Ísrael og skutu einum fjörutíu á hálftíma. Tveir Ísraelar féllu í þeim árásum en á sama tíma hafa tugir fallið í Líbanon. Fram kemur á fréttavef BBC að Ísraelsher hefur sagt liðsmönnum sínum að búa sig undir sókn langt inn í landið, lengra en Ísraelsher hefur farið í rúma tvo áratugi. Snemma í gærmorgun gerðu Ísraelar loftárásir á höfuðstöðvar líbanskra góðgerðarsamtaka í bænum Nabatiyeh í Suður-Líbanon. Byggingin eyðilagðist og tíu aðrar í nágrenninu að auki. Björgunarsveitarmenn leituðu lifenda og liðinna þar í dag. Mohamed Baker, sem var að leita ættingja sinna, fann þá aldraða blinda konu sem hafði legið í rústum annarrar byggingar í næsta nágrenni í tíu daga.
Erlent Fréttir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira