Eftirtekt og snarræði Jóns Snorra 3. ágúst 2006 18:00 Jón Snorri Tómasson fékk heimsókn frá Rauða krossinum í tilefni afmælisdagsins. Sambýlið fékk skyndihjálpartösku að gjöf og tekur Sigríður Steinólfsdóttir forstöðuþroskaþjálfi við henni af Ingibjörgu Eggertsdóttur verkefnisstjóra Rauða krossins. Jón Snorri Tómasson var einn af 12 þátttakendum í Sumarbúðum Rauða krossins fyrir fatlaða á Löngumýri í Skagafirði dagana 17. - 24. júlí sl. Þar er dagskráin mjög fjölbreytt og daglega er farið í sund í sundlaugina í Varmahlíð. Föstudaginn 21. júlí gerðist það að einn þátttakenda í sumarbúðunum, Jón Grétar Broddason, missti meðvitund og fór á botninn í grunnu lauginni. Jón Snorri var þar nærstaddur og skynjaði strax hvað var að gerast. Hann á ekki gott með að tjá sig en með bendingum og köllum tókst honum að ná athygli næsta starfsmanns sumarbúðanna sem einnig var í sundi og fá hann til að koma strax til hjálpar. Allt fór svo á besta veg en ekki er gott að segja hvernig farið hefði ef lengri tími hefði liðið án súrefnis í óvenju heitri sundlaug. „Jón Snorri er mjög næmur, eftirtektarsamur og vandaður ungur maður," segir Karl Lúðvíksson sumarbúðastjóri. „Með því að skynja strax hættuna og tilkynna án tafar hefur hann mjög líklega bjargað lífi félaga síns sem lá meðvitundarlaus á sundlaugarbotni. Við erum öll mjög stolt af þessum gæfusama og góða vini okkar." Jón Snorri var þrítugur í gær. Í tilefni dagsins og björgunarinnar fékk hann heimsókn frá Rauða krossinum þar sem fjölskylda og vinir voru að fagna afmælinu með honum. Jón Snorri hefur í nokkur ár sótt Sumarbúðirnar á Löngumýri. Tómas Gunnarsson faðir Jóns Snorra er ákaflega ánægður með starfið sem þar fer fram. „Sérstök ástæða er til að þakka starf Sumarbúða Rauða krossins að Löngumýri. Þar er grunnþörfum þátttakenda vel mætt og margt annað boðið, svo sem gönguferðir, golf, veiðiferð, flúðasigling og reiðtúrar, svo og sögur, söngur og dans á kvöldvökum. Slysavarnir og hjálp í viðlögum hafa ekki gleymst. Hér hefur vel og djarflega verið að verki staðið hjá sumarbúðastjóranum Karli Lúðvíkssyni og hans fólki og þeim sem að baki þeim standa," sagði Tómas. Lífið Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Sjá meira
Jón Snorri Tómasson var einn af 12 þátttakendum í Sumarbúðum Rauða krossins fyrir fatlaða á Löngumýri í Skagafirði dagana 17. - 24. júlí sl. Þar er dagskráin mjög fjölbreytt og daglega er farið í sund í sundlaugina í Varmahlíð. Föstudaginn 21. júlí gerðist það að einn þátttakenda í sumarbúðunum, Jón Grétar Broddason, missti meðvitund og fór á botninn í grunnu lauginni. Jón Snorri var þar nærstaddur og skynjaði strax hvað var að gerast. Hann á ekki gott með að tjá sig en með bendingum og köllum tókst honum að ná athygli næsta starfsmanns sumarbúðanna sem einnig var í sundi og fá hann til að koma strax til hjálpar. Allt fór svo á besta veg en ekki er gott að segja hvernig farið hefði ef lengri tími hefði liðið án súrefnis í óvenju heitri sundlaug. „Jón Snorri er mjög næmur, eftirtektarsamur og vandaður ungur maður," segir Karl Lúðvíksson sumarbúðastjóri. „Með því að skynja strax hættuna og tilkynna án tafar hefur hann mjög líklega bjargað lífi félaga síns sem lá meðvitundarlaus á sundlaugarbotni. Við erum öll mjög stolt af þessum gæfusama og góða vini okkar." Jón Snorri var þrítugur í gær. Í tilefni dagsins og björgunarinnar fékk hann heimsókn frá Rauða krossinum þar sem fjölskylda og vinir voru að fagna afmælinu með honum. Jón Snorri hefur í nokkur ár sótt Sumarbúðirnar á Löngumýri. Tómas Gunnarsson faðir Jóns Snorra er ákaflega ánægður með starfið sem þar fer fram. „Sérstök ástæða er til að þakka starf Sumarbúða Rauða krossins að Löngumýri. Þar er grunnþörfum þátttakenda vel mætt og margt annað boðið, svo sem gönguferðir, golf, veiðiferð, flúðasigling og reiðtúrar, svo og sögur, söngur og dans á kvöldvökum. Slysavarnir og hjálp í viðlögum hafa ekki gleymst. Hér hefur vel og djarflega verið að verki staðið hjá sumarbúðastjóranum Karli Lúðvíkssyni og hans fólki og þeim sem að baki þeim standa," sagði Tómas.
Lífið Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Sjá meira