Sport

Michael Carrick til Tottenham

Manchester United hefur komist að samkomulagi við Tottenham um kaupverð á miðjumanninum Michael Carrick. Ruud van Nistelrooy yfirgaf Manchester United í gær og skrifaði undir 3 ára samning við Real Madrid.

Nistelrooy viðurkenndi við tilefnið í gær að ástæða þess að hann yfirgaf Manchester United hafi verið sú að samband hans og knattspyrnustjórans Sir Alex Ferguson hafi verið orðið of stirt. Real Madrid greiddi á bilinu 10-11 milljónir punda fyrir sóknarmanninn sem hefur verið í 5 ára á Old Trafford.

Þá staðfesti Manchester United í gærkvöld að félagið hefði komist að samkommulagi við Tottenham um kaupin á Michael Carrick og er talið við Man Utd þurfi að reiða fram á bilinu 15-18 mlljónir punda fyrir miðjumanninn sem á að fylla skarð Roy Keane sem er hættur í boltanum. Samkvæmt Vef BBC í morgun munu félögin ganga frá kaupunum á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×