Föstudaginn 18. ágúst klukkan 14:00 verður opnun á ljósmyndasýningu í Gallerí Ásdís í Klösterstræde 14 (hliðargata á Strikinu) í Kaupamannahöfn með myndum eftir Frímann Frímannsson frá Akureyri.
Frímann er áhugamaður um íslenska hestinn og ósnorta íslenska náttúru og hefur tekið fjölda ljósmynda á ferðum sínum um landið.
Á sýningunni verða nálægt 100 ljósmyndir og verður Frímann viðstaddur opnunina
Sýningin stendur í rúmlega mánuð.
Ljósmyndasýning í Kaupmannahöfn
