Sport

Bygging valla verður lyftistöng fyrir atvinnulífið

Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, stendur hér stoltur á kynningu fyrir HM 2010 sem haldin var í Berlín í byrjun mánaðar. Í baksýn má sjá HM styttuna og merki keppninnar í Suður-Afríku
Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, stendur hér stoltur á kynningu fyrir HM 2010 sem haldin var í Berlín í byrjun mánaðar. Í baksýn má sjá HM styttuna og merki keppninnar í Suður-Afríku NordicPhotos/GettyImages
Framkvæmdir er nú senn að hefjast í Suður-Afríku þar sem HM í knattspyrnu verður haldið árið 2010. Áætlað er að byggingar nýrra leikvanga muni kosta yfir 60 milljarða króna og skipulagsnefnd mótsins þegar farin að vinna á fullu við undirbúning. Suður-Afríka er með stærsta efnahagskerfi allra Afríkulanda, en þó er atvinnuleysi í landinu metið yfir 25% og því er von manna að mótshaldið verði vítamínssprauta fyrir atvinnulífið í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×