Fundað í Róm á morgun um ástandið í Líbanon 25. júlí 2006 12:45 Mynd af öðrum sjúkrabíl Rauða krossins í Líbanon sem varð fyrir árás á sunnudaginn. MYND/AP Fulltrúar Rauða krossins í Líbanon segja sjúkraflutningamenn á þeirra vegum ekki óhulta fyrir árásum Ísraelshers. Þeir fullyrða að níu hafi særst þegar sprengjum var varpað á sjúkrabíla á þeirra vegum í Suður-Líbanon á sunnudag. AP fréttastofan komst yfir myndbandsupptöku starfsmanna Rauða krossins tóku af tveimur sjúkrabílum sínum sem þeir segja hafa eyðilagst í árásinni. Að sögn þeirra munu níu sjúkraflutningamenn hafa særst þar sem þeir voru að flytja særða á sjúkrahús í bænum Kana, tuttugu kílómetra frá Týrus. AP fréttastofan náði síðan myndum af því þegar fjölmargir sjúkraflutningamenn voru fluttir á sjúkrahús í Týrus að kvöldi sunnudags til aðhlynningar. Ekki hefur fengist staðfest að Ísraelsher hafi gert árás á sjúkrabílana. Átök milli Ísraelshers og skæruliða Hizbollah halda áfram í Suður-Líbanon. Ísraelar hafa nú hertekið þorpið Bint Jbeil þar sem harðir bardagar hafa geisað síðasta sólahring. Það mun vera eitt höfuðvígi Hizbollah-hreyfingarinnar. Fram kemur á vefsíðu ísraelska blaðsins Haaretz að hermenn hafi umkringt þorpið í morgun. Tveir ísraelskir hermenn hafa fallið í hörðum átökum við skæruliða Hizbollah og fjórtán særst. Talið er að tíu skæruliðar hafi fallið. Ísraelsher hefur áður lagt undir sig líbanska þorpið Maroun al-Ras Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels sagði í morgun, fyrir fund með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Ísraelsmenn væru staðnráðnir í að halda herðaraðgerðum áfram af fullri hörku. Ísraelsmönnum væri tryggður sá réttur að verja hendur sínar og það væru þeir að gera. Rice hóf ferð sína um Mið-Austurlönd í gær og átti fund með ráðamönnum í Beirút í gær. Sá fundur er sagður hafa valdið þarlendum ráðamönnum vonbrigðum. Rice kom síðan fyrir stundu til Ramallah á Vesturbakkanum þar sem hún mun eiga fund með Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Jan Egeland, yfirmaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir nauðsynlegt að koma á vopnahléi milli Ísraela og Líbanon. Hann kom til Ísrael í dag í þeim tilgangi að reyna að leita leiða til að koma hjálparaðstoð til þeirra líbanskra borgara sem eru fastir mitt átökunum á milli hersveita Ísraela og Hizbollah. Bandarísk stjórnvöld segja hins vegar mikilvægt að tryggja vopnahlé þegar tíminn sé réttur. Ómögulegt sé að framfylgja því nú. Háttsettir sendifulltrúar frá Bandaríkjunum, Evrópulöndum og ríkjum Mið-Austurlanda koma saman til fundar í Róm á morgun til að ræða ástandið í Líbanon. Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði í morgun að megin markmið fundarins væri að tryggja vopnahlé. Erlent Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Fulltrúar Rauða krossins í Líbanon segja sjúkraflutningamenn á þeirra vegum ekki óhulta fyrir árásum Ísraelshers. Þeir fullyrða að níu hafi særst þegar sprengjum var varpað á sjúkrabíla á þeirra vegum í Suður-Líbanon á sunnudag. AP fréttastofan komst yfir myndbandsupptöku starfsmanna Rauða krossins tóku af tveimur sjúkrabílum sínum sem þeir segja hafa eyðilagst í árásinni. Að sögn þeirra munu níu sjúkraflutningamenn hafa særst þar sem þeir voru að flytja særða á sjúkrahús í bænum Kana, tuttugu kílómetra frá Týrus. AP fréttastofan náði síðan myndum af því þegar fjölmargir sjúkraflutningamenn voru fluttir á sjúkrahús í Týrus að kvöldi sunnudags til aðhlynningar. Ekki hefur fengist staðfest að Ísraelsher hafi gert árás á sjúkrabílana. Átök milli Ísraelshers og skæruliða Hizbollah halda áfram í Suður-Líbanon. Ísraelar hafa nú hertekið þorpið Bint Jbeil þar sem harðir bardagar hafa geisað síðasta sólahring. Það mun vera eitt höfuðvígi Hizbollah-hreyfingarinnar. Fram kemur á vefsíðu ísraelska blaðsins Haaretz að hermenn hafi umkringt þorpið í morgun. Tveir ísraelskir hermenn hafa fallið í hörðum átökum við skæruliða Hizbollah og fjórtán særst. Talið er að tíu skæruliðar hafi fallið. Ísraelsher hefur áður lagt undir sig líbanska þorpið Maroun al-Ras Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels sagði í morgun, fyrir fund með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Ísraelsmenn væru staðnráðnir í að halda herðaraðgerðum áfram af fullri hörku. Ísraelsmönnum væri tryggður sá réttur að verja hendur sínar og það væru þeir að gera. Rice hóf ferð sína um Mið-Austurlönd í gær og átti fund með ráðamönnum í Beirút í gær. Sá fundur er sagður hafa valdið þarlendum ráðamönnum vonbrigðum. Rice kom síðan fyrir stundu til Ramallah á Vesturbakkanum þar sem hún mun eiga fund með Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Jan Egeland, yfirmaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir nauðsynlegt að koma á vopnahléi milli Ísraela og Líbanon. Hann kom til Ísrael í dag í þeim tilgangi að reyna að leita leiða til að koma hjálparaðstoð til þeirra líbanskra borgara sem eru fastir mitt átökunum á milli hersveita Ísraela og Hizbollah. Bandarísk stjórnvöld segja hins vegar mikilvægt að tryggja vopnahlé þegar tíminn sé réttur. Ómögulegt sé að framfylgja því nú. Háttsettir sendifulltrúar frá Bandaríkjunum, Evrópulöndum og ríkjum Mið-Austurlanda koma saman til fundar í Róm á morgun til að ræða ástandið í Líbanon. Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði í morgun að megin markmið fundarins væri að tryggja vopnahlé.
Erlent Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira