Sport

Veit ekki hvort Carrick er falur fyrir 20 milljónir

Michael Carrick
Michael Carrick NordicPhotos/GettyImages

Martin Jol, stjóri Tottenham, segist vera feginn að vera búinn að endurheimta miðjumanninn Michael Carrick úr sumarfríi og vonar að leikmaðurinn verði áfram hjá félaginu. Manchester United hefur þegar verið neitað um 10 milljón punda tilboð í leikmanninn og breskir fjölmiðlar leiða líkum að því að Alex Ferguson og félagar eigi eftir að hækka boð sitt.

Yfirlýst stefna Manchester United í sumar var að finna varnarsinnaðan miðjmann til að fylla skarð Roy Keane, en nú fer að styttast í að leiktíðin hefjist og ekkert fréttist úr herbúðum United. Alex Ferguson hefur þegar gefið það út að United muni ekki hækka 10 milljón punda tilboð sitt í Carrick.

"Við höfum þegar fengið tilboð í Carrick upp á 10 milljónir og það kom ekki til greina. Ég treysti mér hinsvegar ekki til að svara því hvað við segðum ef kæmi tilboð í hann upp á 20 milljónir," sagði Martin Jol.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×