Sport

Skandall í uppsiglingu í Tyrklandi?

Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur nú hrundið af stað rannsókn á mútumáli í efstu deild þar í landi. Eitt dagblaðanna hélt því fram á dögunum að forráðamenn knattspyrnuliðsins Denzilspor hefðu mútað nokkrum leikmönnum andstæðinga sinna til að tapa leik gegn sér til að forðast fall og nú reynir tyrkneska sambandið allt sem í valdi þess stendur til að hreinsa málið út af borðinu áður en deildarkeppnin hefst í byrjun ágúst.

Fleiri knattspyrnuskandalar eru eflaust það síðasta sem Alþjóða- og evrópska knattspyrnusambandið óska sér þessa dagana, enda nóg um að vera á Ítalíu í þeim efnum. Þó málið í Tyrklandi sé ekki jafn viðamikið, er talið víst að lið Denzilspor verði fellt niður um deild og leikmennirnir og forráðamenn sem viðriðnir eru málið muni fá um árs leikbann í það minnsta. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×