Sport

Vill ólmur spila áfram

Sol Campbell vill halda áfram að spila, en ekkert er enn komið í ljós með hvar hann spilar á næstu leiktíð
Sol Campbell vill halda áfram að spila, en ekkert er enn komið í ljós með hvar hann spilar á næstu leiktíð NordicPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn Sol Campbell sem nýlega hætti hjá Arsenal, segir tæplega koma til greina fyrir sig að spila á Englandi í framtíðinni því hann vilji reyna fyrir sér á meginlandi Evrópu. Campbell segist vera með samningstilboð í höndunum frá Ítalíu, Spáni og Þýskalandi.

"Ég elska enn að spila fótbolta og verð að spila fótbolta áfram. Ekki vegna peninganna, heldur vegna þess að ég elska að spila," sagði Campbell, en breska slúðurpressan sagði hann á dögunum vera á leið til Hollywood í Bandaríkjunum.

Campbell segist löngu hafa verið búinn að semja við forráðamenn Arsenal að fá að fara frá félaginu og bendir á að atvikið umdeilda gegn West Ham á síðustu leiktíð þegar hann rauk í burtu af vellinum hafi stafað af meiðslum. "Þetta var ekki spurning um það að mér þætti ég ekki nógu góður lengur eða að ég hefði misst ástina á leiknum - ég var bara meiddur og vildi ekki skemma fyrir mér möguleikana á að komast á HM," sagði varnarmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×