Sport

Okkar bíður gríðarlega erfitt verkefni

Steve Coppell veit að hann á erfitt verk fyrir höndum næsta vetur
Steve Coppell veit að hann á erfitt verk fyrir höndum næsta vetur NordicPhotos/GettyImages

Steve Coppell, stjóri Íslendingaliðs Reading sem í vor vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni, segir að liðsins bíði gríðarlega erfitt verkefni á næstu leiktíð. Hann segist hafa nokkuð góða hugmynd um hvar liðið muni standa í úrvalsdeildinni, en bendir á að það muni taka sig um sex deildarleiki að sjá endanlega hvort núverandi hópur liðsins sé nógu sterkur til að halda sæti sínu í deildinni.

Liðin sem komu upp í úrvalsdeildina fyrir síðustu leiktíð áttu afar misjöfnu gengi að fagna, því á meðan árangur West Ham og Wigan fór óralangt fram úr björtustu vonum - hrundi liðið sem vann fyrstu deildina, Sunderland, beint niður um deild á ný og átti aldrei möguleika á að bjarga sér frá falli.

"Ég held að sé mjög svipað komið á með þessum þremur liðum sem koma upp núna, okkur, Sheffield United og Watford. Þessi lið hafa öll verið frekar stöðug í fyrstu deildinni undanfarin ár - öfugt við sum lið sem hafa verið eins og jójó upp og niður töfluna. Það er þó ljóst að okkar bíður gríðarlega erfitt verkefni og þó ég hafi ágæta hugmynd um það hvar við stöndum, get ég þó ekki sagt endanlega til um það fyrr en eftir um sex deildarleiki," sagði Coppell, en þeir Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson leika sem kunnugt er með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×