Lífið

Lifandi vegvísar í Reykjavík

Lifandi vegvísar í miðborg  Reykjavíkur.
Lifandi vegvísar í miðborg Reykjavíkur.
Spennandi nýjung Vinnuskóla Reykjavíkur í ár er samstarfsverkefni við Höfuðborgarstofu um Lifandi vegvísa í miðborginni. Ungmennin sjö sem taka þátt í hinu nýstárlega verkefni luku 10. bekk grunnskólans í vor en hlutverk Vegvísanna er að vera lifandi upplýsingamiðstöð, vísa ferðamönnum til vegar og fræða þá um margvíslega afþreyingarmöguleika í Reykjavík.

Sumarstarf Vinnuskóla Reykjavíkur hófst í byrjun júní en 2700 nemendur eru skráðir í Vinnuskólann í sumar og starfa þar 300 leiðbeinendur. Vinnuskólinn er skipulagður með áherslu á læsi nemenda á heilbrigði, umhverfi og borgarmenningu.

Ungmennin sjö - hinir lifandi vegvísar - ganga um miðborg Reykjavikur í sérstaklega merktum hettupeysum með hinu auðþekkjanlega og alþjólega "i" upplýsingamerki og búið er að kynna fyrir þeim það helsta sem borgin hefur upp á að bjóða í menningu og listum, viðburðum og annarri afþreyingu, þannig að þau eru vel í stakk búin til að leiðsegja ferðamönnum á listasöfn, í kirkjur eða hvalaskoðun - og ótal margt annað. Að auki eru ungmennin vel skóluð í samgöngum innan borgarinnar og geta því leiðbeint ferðamönnum - sem og öðrum, um leiðarkerfi Strætó.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×