Lífið

FREYMÓÐSSON-DANLEY-verðlaunin

Baldvin Einarsson meistaranemi við Háskóla Íslands og Bragi Freymóðsson
Baldvin Einarsson meistaranemi við Háskóla Íslands og Bragi Freymóðsson

FREYMÓÐSSON-DANLEY-verðlaunin sem veitt eru íslenskum nemendum fyrir góðan námsárangur við Kaliforníuháskólann í Santa Barbara, voru veitt í annað sinn mánudaginn 12. júní síðastliðinn.

Verðlaunin eru veitt nemendum við Háskóla Íslands sem stunda nám í skiptinámi Háskóla Íslands og Kaliforníuháskólans í Santa Barbara (UCSB).

Námsárið 2005-2006 hlautu verðlaunin Baldvin Einarsson, nemandi í hagnýtri stærðfræði og Fríða S. Jóhannsdóttir nemandi í efnaverkfræði. Fríða útskrifaðist frá Háskóla Íslands í júní 2006 en Baldvin stundar meistaragráðunám við Háskóla Íslands.

Þeir sem vilja styrkja íslenska nemendur í skiptinámi HÍ og UCSB er bent á að hafa samband við Björn Birnir prófessor í stærðfræði við UCSB, birnir@math.ucsb.edu. Nemendur sem óska eftir upplýsingum um skiptinámið er bent á að hafa samband við Alþjóðaskrifstofu Háskólastigsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×