Sport

Horacio Elizondo hættur að dæma

Eitt af síðustu verkum Elizondo á ferlinum var að reka Zinedine Zidane af velli í úrslitaleiknum á HM
Eitt af síðustu verkum Elizondo á ferlinum var að reka Zinedine Zidane af velli í úrslitaleiknum á HM

Argentínski dómarinn Horacio Elizondo hefur tilkynnt að hann ætli sér að hætta dómgæslu og engin hætta er á því að lokaleikur hans renni mönnum úr minni, því Elizondo var maðurinn sem rak Zinedine Zidane af velli í úrslitaleiknum á HM um síðustu helgi. Elizondo segist hafa tekið hárrétta ákvörðun.

"Ég ákvað að stöðva leikinn þegar ég sá að Materazzi lá á vellinum og tók svo ákvörðun mína byggða á þeim upplýsingum sem aðstoðardómari minn fékk frá fjórða dómaranum. Ég var ekkert að hugsa um að þetta væri Zidane í lokaleik sínum á ferlinum - það eru 22 leikmenn á vellinum og dómarinn þarf að gæta þess að þeir fari allir eftir settum reglum. Þetta er ekki spurning um það hver er stórt nafn og hver ekki," sagði dómarinn sem ætlar nú að hætta dómgæslu.

"Ég er búinn að ná þeim takmörkum sem ég setti mér á ferlinum og nú er kominn tími til að einbeita sér að því að leiðbeina öðrum af þeirri reynslu sem ég hef öðlast á ferlinum," sagði hinn 42 ára gamli Elizondo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×