Lífið

Sýning í sögusetrinu á Hvolsvelli

Laugardaginn 15.júlí opnar Ragnar Sigrúnarson sýningu á verkum sínum í Galleríi Sögusetursins á Hvolsvelli.

Ragnar er fæddur í Reykjavík 30. desember 1980. Hann lagði stund á ljósmyndun við "The National College of Photography" í Pretoriu í Suður-Afríku og lauk þar námi í nóvember 2005. Þetta er fyrsta einkasýning hans hér á landi.

Verkin á sýningunni eru öll ljósmyndir. Þar er um að ræða landslags- og umhverfismyndir frá Íslandi og Grænlandi unnar á stafrænan máta en um leið í anda fyrstu áratuga ljósmyndunar. Sýningin stendur til 10. ágúst 2006. Opið kl. 9.00-18.00 virka daga og kl. 10.00-18.00 um helgar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×