Lífið

Framkvæmdastjóri UNICEF í heimsókn á Íslandi

MYND/ UNICEF

Framkvæmdastjóri UNICEF, Ann M. Veneman, mun heimsækja Ísland næstkomandi föstudag. Um þessar mundir eru rúm tvö ár frá því landsnefnd fyrir UNICEF á Íslandi hóf störf og mun UNICEF nú gera framtíðarsamning við landsnefndina. Það þýðir að landsnefndin fær að starfa undir merkjum UNICEF og skuldbindur sig til að afla fjár fyrir verkefni UNICEF og fylgja stöðlum samtakanna.

Undirritun samningsins markar tímamót í starfi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Ann M. Veneman og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi skrifa formlega undir samstarfssamninginn á skrifstofu UNICEF að Laugavegi 42, kl. 14:10. Veneman mun einnig eiga fund með Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×