Sport

Materazzi kallaði Zidane hryðjuverkamann

Samtökin SOS, sem berjast gegn kynþáttafordómum, fullyrða eftir heimildarmönnum sínum að Zinedine Zidane hafi skallað ítalska varnarmanninn Marco Materazzi í úrslitaleiknum á HM í gær eftir að sá ítalski kallaði hann "hryðjuverkamann."

Í yfirlýsingu frá samtökunum sem gefin var út nú fyrir stundu segir; "Heimildarmenn okkar sem tengjast málinu beint segja okkur að Materazzi hafi kallað Zidane hryðjuverkamann (Dirty Terrorist)."

Zidane er sonur alsírskra innflytjenda sem settust að í Frakklandi og hafa SOS samtökin, sem hafa aðsetur í París, farið fram á að FIFA bregðist við í ljósi nýhertra viðurlaga við kynþáttaníð í tengslum við knattspyrnu.

Samtökin krefjast þess að FIFA rannsaki málið ofan í kjölinn og að viðeigandi og hörðum refsingum verði beitt í málinu ef Materazzi verði fundinn sekur um kynþáttaníð. Hvorugur leikmaðurinn hefur fengist til að tjá sig um málið, en franska sjónvarpið hefur greint frá því að Zidane muni á næstu dögum tjá sig opinberlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×