Sport

Heimurinn ætti að þakka Zidane

Zidane og Henry takast í hendur
Zidane og Henry takast í hendur AFP

Thierry Henry, félagi Zinedine Zidane hjá franska landsliðinu, segir að heimurinn standi í þakkarskuld við hann og hvetur fólk til að einblína ekki á brottrekstur hans í úrslitaleiknum í gær, heldur skoða heldur glæstan feril hans sem knattspyrnumanns.

"Það eina sem ég get sagt við Zidane er "takk" og ég held að allir ættu að segja það sama við hann," sagði Henry. "Ef við hefðum unnið, hefðu allir minnst þess hvernig Zidane tók síðustu spyrnu sína af vítapunktinum. Fólk ætti að þakka Zidane, ekki aðeins fyrir það hvað hann var góður knattspyrnumaður, heldur af því hann er mikill maður. Hans verður sárt saknað í boltanum, ekki aðeins í Frakklandi, heldur um gjörvalla heimsbyggðina," sagði Henry.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×